Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 10
250 NÝJAR’KVÖLDVÖKUR. »Munið þið eftir mér?« sagði eg brosandi. »Já,« svaraði konan, »eg man eftir andlit- inu; þér eruð Jakob, ferjumaðurinn. Pau buðu mér upp og eg gekk heim með þeim. »Eg hugsaði það altaf, að þér væruð ekki ferjumaður, þó að þér Iétust vera það, Ærleg- ur,« sagði frú Wharnecliffe; því vilduð þér ekki segja okkur satt?« »Pá var eg ferjumaður af eigin hvöt og eigin heimsku. En nú er eg það ekki lengur.« Við urðum óðara beztu vinir. Eg sagði þeim ýmislegt af æfintýrum mínum, og eg borðaði miðdegisverð hjá þeim. Föðurbróðir þeirra var þá dauður — hann hafði aldrei borið sitt bar eftir að svik hans komust upp. Hann dróst upp og dó að þrem mánuðum liðnum, og iðraðist einlæglega prettvísi sinnar. Eg varð nú úr þessu mörgum jkunnugur, og kyntist altaf fleirum og fleirum, eftir því sem lengra leið. Og það varð mér að góðu, því að með því móti náði eg því tiginna manna sniði, sem hver maður þarf að hafa, sem vill sæta félags- og samkvæmalífinu. Margt var um mig talað, en flestir héldu að eg væri ungur maður, sem hefði fengið hið bezta uppeldi, og átt hægt með að ná í góða stöðu, en kos- ið heldur ferjumannalífið, en svo hefði eg hlotið mikinn arf, og þá hefði eg farið að gegna stöðu minni. Auðséð er af sögu minni, hvað satt var í þessu, en eg lét hvern ráða skoðun sinni um það. En eitt varö mér að góðu: hvað eg var lesinn og margfróður og latínulærður i tilbót. Pví að þó að ekki sé al- gengt, að lærdómur njóti sín mikið íí sam- kvæmalífinu, þá varð mér það samt til mikill- ar styrktar, því flestir vildu heldur trúa lognu en sönnu um æfi mína eins og gengur. Eg hafði oft hugsað um það, hvernig eg ætti að gera æfina þægilegri fyrir skólameistara, því að eg fann það, að eg átti honum meira upp að unna en flestum öðrum. Einn daginn reyndi eg að færa þetta í tal við hann, en hann neitaði því eindregið. »Eg sé hvað þú vilt, Jakob sonur minn. En það getur ekki orðið af því. Maðurinn er að eins vanadýr. Vaninn verður honum að lífsnauðsyn, að Iífsnautn. í samfleytt 45 ár hefi eg streizt við að troða Iærdómi og þekkingu inn í hausa, sem ekki hafa verið eins meðtæki- legir eins og þú. Pað hefur verið erfitt dags- verk, og þó get eg ekkí hætt við það. A sín- um tíma, tíu fyrstu árunum, hefði eg tekið boði þínu ef til vill. Pví þá fanst mér það Iæging að hanga altaf í undirstöðuatriðurjum, því að þá hefði eg helzt viljað rita um stílinn hjá hinuin helztu höfundum Grikkja og Rómverja. En nú er það um garð gengið. Þessi sífelda hringiða af smáliðum málfræðinnar er nú orð- in ginnandi fyrir mig. Eg tek þríliðu fram yfir hina merkustu þætti stærðfræðinnar. Og það er orðinn ánægjulegasti léttirfyrir mig að sveifla greinunum á skilningartrénu, vendinum, þó það sé ekki fyrir þá, sem fyrir því verða. Eg er eins og gamall hestur, sem hefur gengið fyrir mylnu alla æfina; hann getur ekki gengið öðru- vísi en í hring. Og ef það er guðs vilji, vil eg deyja í aktygjunum. En eg þakka þér fyrir boð þitt, Jakob, það sýnir mér, hvað i þér býr. En þó eg þægi boð þitt, liði mér ekki betur. Rví hvað getur verið huggunarríkara fyr- ir gamlan mann, sem er kominn á grafarbakk- ann, en að vita það, að hann hefur lifað til einhvers gagns, þó að það sé ekki eins mikið og það ætti að vera.« — Tumi hafði ekki komið til mín latiga hríð, svo mig tók að furða á því, svo eg íór ofan til foreldra hans til þess að vita, hverju þetta sætti. Pegar eg kom, sátu þau inni í húsi, bæði hjónin. Veður var hið fegursta, en Tumi gamli var ekki að vinnu sinni. Meira að segja, netin gömlu konunnar lágn ómakslaus þar úti í horni. Eg heilsaði upp á þau og spurði, hvarTumi væri. • »Ó, guð hjálpi mér,« sagði gamla konan grátandi og hélt svuntunni fyrir augun; »þessi óguðlega, svívirðilega stelpa. »Guð komi til — hvað er að?« »Sökin er sú, að Tumi hefur látið taka sig

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.