Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 12

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 12
252 NYJAR KV0LDVÖKUR Undramálmurinn Radíum Og geislamagn. Eftir Steingr. lœknir Matthíasson. (Framh.) Lœknandi áhrif radíums. \ útlöndum eru menn nú farnir að búa til emanatíónsvatn þ. e. vatn sem hefur orð- ið fyrir áhrifums radíums, og er farið að reyna það, sem læknisiyf í ýmsum sjúkdómum. Pað er látið mjög vel af því við gigt og ýmsum blóðsjúkdómum, en ennþá er of snenit að syngja því Iof og prís. Með radíumsöltum (sem hafa sömu áhrif og radíum sjálft, en eru ódýrari og auðfengnari) hefur tekizt að eyða krabbameini og öðrum slæmum meinsemdum á mönnum og dýrum. Víðsvegar um lönd er verið að gjöra tdraunir í þessa átt. í Danmörku hefur t. d. verið leitað samskota og söfnuðust saman hérumbil 100,000 kr. til að kaupa fyrir ,radíumsölt og er nú verið að reyna þau á Ríkisspítalanum í Höfn. Allar þessar lækninga- tilraunir virðast lofa miklu í framtíðinni, en ekki er útséð um [að hve miklu gagni þær muni koma. Emanatiónin er hverful. Ef vér höfum loft eða vökva þrunginn af radíumemanatíón í þéttluktu gleríláti, þá hverfa radíumáhrifin í vissu hlutfalli, þannig að þau minka um helm- ing á fjórum dögum. Hvarfið sýnist eigi vera háð ytri áhrifum inilli hitastiganna -r- 180° og + 450°. Nú getur ekkert efni orðið að engu og úr því útstreymið virðist hverfa, þá hlýtur það að vera ennþá til í einni eða annari mynd. Menn hafa reynt að rekja sporin og hefur það leitt til stórmerkilegrar uppgötvunar, sem menn geta skilið af því, sem hér fer á eftir: Ef vér skoðum nýtt útstreymi í spektró- skópi (litbandasjá) þá sést í fyrstu kvikul mynd af|síhvatflandi litböndum, sem sýnast koma eða hverfa, þangað til að ljómandi gult litband birtist eftir nokkra daga, sem helzt óbreytt um stund, en breytist síðan smámsaman í einkenni- leg litbönd, sem samsvara frumefninu helíum sem áður er getið. En með þessu hafa í fyrsta skifti komið fram örœkar sannanir fyrir því að eitt frumefni getur breyzi i annað. Nú skilst það fyrst, sem áður var hulið, hvernig á því stóð að Ramsay prófessor fann helíum innanum úranmálma meðan radíum var óþekt. Því víkur þannig við, að helíum mynd- ast úr radíum gegnum útstreymi þess. Úr því að vér finnum helíum í sólinni, verðum vér að teljá sennilegt að þá sé radí- um þar líka, og má hugsa sér að hitamagn sólarinnar sé meðfram því að þakka. Vér get- um sem sé aðeins séð efnin í hinu lýsandi gufuhvolfi sólarinnar með spektróskópinu, en ekki efni þau, sem eru í sjálfri sólinni. Radíum sendir stöðugt frá sér feiknaafl i ýmsum myndum. Frá því greinast stöðugt smápartar og það sendir frá sér Ijós, hita og rafmagn í sífellu. Pað hefur verið reynt að reikna það aflmagn, sem eitt gramm af radíum framleiðir, og telst það í svo mörgum hestöfl- um að hugann sundlar. Öll þessi framleiðsla skeður án þess að unt hafi verið að upp- götva nokkra þurð á þeim fáu millígrömmum eða sentígrömmum, sem menn hafa haft til meðferðar allan þann tíma, sem radíum hefur verið athugað. Pað er þó vitanlegt, að hvert radíumatóm hlýtur að eyðast og hverfa að lokum, við þær byltingar, sem í því verða. Pað liðast smátt og smátt í sundur og verður meðal annars að helíum og er því hægt að reikna út rýrnun þess og hve mikið eyðist af því á vissum tímum. Ýmsir nafnkunnir eðlis- fræðingar hafa reiknað þetta út og hafa þeir komist að sömu niðurstöðu, sem sé þeirri, að 1 gramm af radíuin rýrni um hehning á 1700 árum. Eftir nokkur þúsund ár, mun eftir þessu alt radium, sem nú er á jörðinni, hverfa. Pessu undraefni er þá að líkindum, eins og dýrum og jurtum, skapaður ákveðinn áldur. En þá rís ný spurning: Hvernig má það ske, að nokkuð er til af radíum ennþá á jörðinni, sem þó er orðin æðigömul?

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.