Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Page 13

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Page 13
UNDRAMALMURINN RADIUM. 253 Sundrun frumefna og breytingar úr einu i annað. Það hefur verið þungráðin gáta fyrir vís- mdin hvernig stendur á hinu feiknamikla afli, sem streymir út frá radíum. Það sýnist nú fyllilega sannað, að radíum fái eigi neinn kraft frá geislum annarsstaðar frá, til þess að senda út sína mörgu hita- og Ijós-geisla, því kraftur þess minkar eigi þó það sé geymt í dimmri námugryfju, 800 metra niðrí jörðinni, og held- ur ekki, þó það sé geymt inní stórum blý- hnullung, sem ætla má að haldi öllum geisl- um loftsins burtu. Vísindamennirnir eru þ.ví farnir að aðhyllast þá skoðun, að krafturinn þurfi eigi ætíð að koma utanfrá, heldur sé hann fólginn í sjálfu radíumatóminu, og að öll hin einkennilegu fyrirbrigði, sem geislandi efni bera með sér, séu eingöngu af því 'sprottin, að atóm þeirra séu að leysast í sundur. Til þess að menn skilji þessa kenningu, sem Englendingurinn Rutherford hefur framsett, verðum vér að skýra frá þeirri niðurstöðu, sem uýjustu rannsóknir hafa Ieitt í ljós, og er sú, að hugtakið atóm eins og vér hingaðtil höfum skilið það, verður að breytast. Rað sem vér höllum atóm, getur eigi lengur skoðazt sem 'ustu hlutar efnisins, heldur verðum vér að hugsa oss atómin sem æðri og samsettari efnis- eindir. Frumefnin verða eigi lengur skoðuð eins og þau vœru óumbreytanleg og ólík hvert öðru. Þessi kenning grundvallast á kenningu nútíðarvísindanna um elektrónur (rafmagnseind- ir). Paö sýnist svo, sem elektrónurnar brúi það ðjúp, sem hingað til hefur verið staðfest milli efnis og kraftar. Eðlisfræðingar skoða nú alt rafmagn eins og efni, samsett af óendanlega smáum pörtum »rafmagnsfrumögnum«, sem hallast elektrónur, og skoðast, sem hinir allra minstu frumpartar, hlaðnir rafmagni. Samkvæmt elektrónakenningunni er r.ú hvert efnisatóm samsett af mýmörgum positívum og negatív- Um elektrónum, sem eru á hraðri ferð, en haldast í jafnvægi með áhrifum þeirra hver á aðra. Mismunur atómanna er kominn undir hinni mismunandi niðurröðun elektrónanna, en þyngd atómanna er aptur kominn undir fjölda elektrónanna. Retta leiðir oss aftur til þeirrar ályktunar, að munurinn á atómunum sé fólg- inn í stærð þeirra 'og byggingarfyrirkomulagi, en ekki kominn undir byggingarefninu. Vísind- in eru með öðrum orðum að komast að þeirri niðurstöðu, að skoðanir þeirra heimspek- inga, sem hafa haldið fram hugmyndinni um frumskapnað (Urmaterie) sé sönn og að það sem vér köllum frumefni, séu aðeins mismun- andi myndir og afbrigði sama upprunalegs efnis. Vér verðum því nú að álíta að öll atóm séu í rauninni margbrotnar byggingar; einsog hver steinbygging krefur mikla vinnu og kraft- eyðslu, eins hljóti að hafa þurft ákaflega mikla krafta til að skeyta saman atómin, þegar frum- efnin urðu tii. En sérstaklega má gjöra ráð fyrir, að mikinn kraft hafi þurft til að setja saman margbrotnustu atómin, eins og þau sem koma fyrir í þyngstu frumefnunum: úran, thor og radíum. Hin ytri skilyrði hafa breytst síðan frum- efnin urðu til, og þessvegna veitir nú ein- mitt örðugast fyrir þau atómin, sém marg- brotnust eru, að halda sér í jafnvægi, svo að þeim er gjarnast að leysast sundur í sína upp- runalegu parta. Við þessa sundurleysingu losna nú aftur úr læðingi þau feiknaöfl, sem bund- in urðu við sköpun atómanna og verða nú að frjálsum kröftum, sem birtast eins og Ijós, hiti og rafmagn. Hér mætir oss í nýrri mynd lögmálið um viðhald aflsins. Eins og hinir stærstu himinlíkamir eftir kenninguKants og Laplace hafaí fyrndinni losað frá sér utanverða hnatthluta, sem nú ganga eftir brautum eins og sjálfstæðir hnettir, eins mætti nú búast við, að það væru einkum stærstu atómin, sem hættast væri við hruni og sundrun. Retta stendur nú líka heiina, því það eru einmitt þyngstu málmarnir (úran, thor og radíum), sem vér verðum varir við að tvístrist og uppleysist um leið og þeir senda frá sér

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.