Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 14
254 NYJAR KVÖLDV0KUR. geisla og útstreymi. Pó er ekki þar með úti- lokað, að einnig léttari frumefnin geti verið að leysast í sundur eins og þessi efni, sem nú hafa veiið nefnd. Nýjustu rannsóknir benda á, að öll efni séu í rauninni að sundurleysast, en hjá léttari frumefnunum er tvístrunin svo hæg- fara, að það er mestu erfiðleikum bundið að verða var við hana. Nú er nokkurnveginn vissa fengin fyrir því. að radíum sé stöðugt að myndast, en þá er um leið sú gáta ráðin, hvers vegna það eigi ér þegar horfið af jörðinni. Allar líkur benda til, að það sé myndað úr úran, því ætíð finst það í jörðinni innanum þennan málm, og ætíð finst radíum í vissum hlutföll- um við úran. Pað hefur fundizt frumefni innanum radí- um og úran, sem íóníum heitir, og eru allar líkur til að það sé milliliður milli þeirra. Breyt- ingu radíums í helíum hefur verið hægt að fylgja með nokkurnveginn vissu, en þó virðist eigi alt radíum verða að helíum, heldur er svo að sjá, sem nokkuð af því breytist og verði seinast að blýi, enda finst blý jafnan innanum úranmálma eins og radíum. Nokkur hluti þess sundrast algerlega og verður að el- ektrónum, og hefur tekizt að fylgja út í æsar öllum liðum í þeirri sundrun, og það hefur verið hægt að mæla tímann, sem þessar breyt- ingar taka. Elektrónakenningin leiðir það með sér, að oss verður að halda, að hvert atóm sé í raun- inni bygt á svipaðan hátt og sólkerfin, f smá- um stíl. í sérhverju atómi er urmull af smá- pörtum, sem hreyfast með feiknaflýti eða næst- um hraða Ijóssins, einsog agnirnar í B geisl- um radíums. Nú er rafmagnið í hverju atómi verkanalaust, og hlýtur því negatíva rafmagnið að haldast í skefjutn af því pósitíva, og er pósitíva rafmagnið bundið við smápartana í a- geislunum, sem eru tiltölulega seinir á sér. Pessar hugmyndir, sem menn hafa gert sér um niðurröðun eða skipulag elektrónanna, leiða aftur til þeirra ályktana að, þessir hrað- fara smápartar, sem hreyfast í vissum brautum, geti enganveginn útfylt alt atómið, heldur hljóti að vera autt bil á milli þeirra. Eins og vér getum reiknað út stærð atómanna, eins getum vér reiknað stærð elektrónanna, og niðurstaða þess útreiknings verður sú, að elektrónarnir geti alls ekki útfylt atómið. Ef vér hugsum oss vatnsefnisatóm stækkað svo, að það verði hnöttur með 100 metra radíus, þá verður rad- íus einnrar elektrónu 1 millimeter. Nú er nokk- urnvegin vissa fengin fyrir því að í hverju vatnsefnisatómi séu 1000 elektrónur, en af þvi virðist augljóst að elektrónurnar þurfi ekki nema ofurlítinn hluta af öllu því rúmi, sem atómið geymir. Pað væri líkast því að ef vér köstuðum handfylli vorri af títuprjónshausum inní hnattmyndað holrúm, sem væri 200 metra að þvermáli að innan; þeir mundu hafa nóg rúm til að hreyfast eftir brautum sínum, án þess að þurfa stöðugt að vera að rekast á. Pannig vérðum vér að hugsa oss að öll atóm frumefnanna séu bygð. Jafnvel hörðustu efnin, eins og stálið, inniheldur einungis hverf- andi hluta af föstu efni, en meiri hluti þess er rúmið tómt. Harka og þéttleiki hlutanna er kominn undir hraða elektrónanna. Og það sem styrkir oss í þeirri skoðun er dagleg reynsla vor um, að alt sem er á hraðri hreyfingu verkar á oss eins og það væri hart og þétt. Vér getum t. d. notað pappírsspjald fyrir sög, ef vér látum það snúast nógu hratt. Vér get- um skotið baunum eða jafnvel tólgarkerti í gegnum fjöl, og með beittri öxi eða sverði getum vér eigi unnið á vatnsbunu, sem streym- ir með 100 metra flýti á sekundu. Eftir öllu þessu að dæma, er þá alt efni gljúpt og holótt, og þetta eru þýðingarmiklar nýjungar, því með þessu eina móti getum vér í rauninni skilið hvernig á því stendur, að geislar og önnur áhrif geta smogið í gegnum það. Löngu áður en radíum fanst, höfðu eðlis- fræðingar tekið eftir elektrónunum og í raun- inni séð upplausn og tvístrun frumefnanna, án þess að gefa því gaum. í Röntgensgeislahylk- inu eru það elektrónur, sem ljóma og mynda

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.