Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Síða 15
UNDRAMÁLMURINN RADIUM.
255
kanalgeislanaogkatóðugeislana. Pessar geislateg-
undir báðar eru í rauninni af sama tagi og a-
°g B-geislar radíums. Rar sem katóðuelektrón-
urnar lenda á glerveggnum, verður hann blik-
andi og sendir frá sér hina alkunnu Röntgens-
geisla, en þeir eru af sama tægi og geislar radí-
ums. Rað sem vér sjáum í glerhylkinu er þá
ekkert annað an sundrun efna, framleidd af raf-
magni og loftþynningu.
Ljósið getur stundum framleitt slíkar verk-
anir. Ef vér látum últrafjólulitt ljós skína á
smkplötu, þá streyma frá henni elektrónur, og
ýmsir aðrir málmar eins og kopar, silfur, alú-
minium og phtína, senda einnig frá sér elek-
íróna þegar þeir verða fyrir áhrifum kanal-
geisla. Ef til vill eru öll efni að uppleysast, þ.
e. rakíóaktív, en að vér ekki sjáum það, kem-
Ur til af því, að það er næstum ómögulegt að
athuga elektrónana nema þeir séu fjöldamargir
°& að þeir hreyfist með miklum flýti.
Ennfremur virðist hiti geta sundrað atóm-
unum, því margir málmar senda frá sér elek-
tróna við mikla upphitun. Að vér á fastastjörn-
unum sjáum aðeins léttustu frumefnin, eins og
vatnsefni og helíum í gegnum spektralkíkirinn
bendir líka í þá átt, að hitinn leysi í sundur
frumefnin.
Nú halda eðlisfræðingar að ait himinhvolf-
>ð sé fult af elektrónum, sem stafi frá glóandi
heitum stjörnum. Það virðist nú vera fengin
uokkurnveginn vissa fyrir því, hvernig norður-
Ijósin verða til. Jörðin er eins og stóreflis seg-
U|1 uieð norður- og suður-skauti, en þegar
segull er látinn verka á katóðugeislana í Rönt-
genshylkinu, koma fram ljós og Iitsveiflur, öld-
Ungis af sama tægi og í norðurljósunum, en
nú vitum vér að katóðugeislarnir stafa einung-
's frá elektrónum.
Allar þær breytingar og upplýsingar frum-
efnanna, sem vér nú höfum talað um, hefir
komið mörgum til að spyrja, hvort ekki væri
sennilegt að sá draumur rættist, að menn gætu
komist upp á að breyta óeðlum málmum í
gnh. Sízt er fyrir að synja að svo geti ein-
hverntíma orðið, en það eitt er víst, að gull-
ið yrði lítilsvirði í samanburði við þær auðs-
uppsprettur, sem með því ynnust á annan hátt.
Mönnum mun skiljast þetta af þeim bollalegg-
ingum, sem hér fara á eftir, og nafnkunnur
eðlisfræðingur, Bloch að nafni, er höfundur að:
»Ef atómin eru eins margbrotin að samsetn-
ingu eins og áður hefur verið minst á, þá
hlýtur feiknakraftur að hafa gengið til þess að
skeyta saman allan þann urmul af ögnum, sem
hreyfast með eldingarflýti. Og þessir kraftar
hljóta nú að liggja faldir og keyrðir í dróma,
en þegar atómið sundrast verða þeir frjálsir.
Vér vitum nú að þessu er þannig farið, því
við sundrun radíums framleiðist t. d. svo
mikill hiti, að hann er miljónum sinnum meiri
en við vanalegar efnabreytingar. Þegar vér
brennum einu grammi af kolum, framleiðast að-
eins 7 hitaeiningar og um leið eru þau út-
brunnin. 1 gramm af radíum framleiðir meira
en 100 hitaeiningar á einni klukkustund, en
brennur ekki að heldur, enjgetur haldið áfram
í margar aldir að framleiða hita. Enskur efna-
fræðingur, Soddy, hefir reiknað út að öllu
samtöldu geti 1 gramm af radíum framleitt
1000 milj. af hitaeiningum, en það er eins
mikið og 150 smálestir af kolum framleiða.
Rví miður er ekki útlit fyrir að nokkurntíma
takist að finna mikið af radíum, en vér getum
gjört ráð fyrir að atóm annara frumefnanna
séu svipaðri gáfu gædd og radíumatómin. Ef
vér nú gætum fundið aðferðir til að flýta
sundrun þeirra, þá mundum vér fá aflgjafa í
hendur, sem erfitt er að gjöra sér í hugarlund
hvað miklu gæti orkað. Með einu kíló af járni
eða blýi gætum vér þá öðlast hitauppsprettu,
sem gæti jafnast á við heilar kolanámur. Ef vér
ættum að framleiða gull, þyrftum vér til þess
frumefni, sem væri þyngra en það, en í öllu
falli mundi það eigi gefa neitt svipaðan arð
og sundrun ódýrari efna.
Pað er ennþá svo stutt síðan að vísindin
fengu opin augun fyrir radíum og sundurleys-
ingu þess að ekki er að búast við að lengra
sé komið en komið er. Pekking vor á sundr-
un efnanna eru ef til vill ekki lengra komin