Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 22
262 NYJAR KV0LDV0KUR Mestan hag höfðu borgirnar af verðhækk- uninni, og batnaði því talsvert hagur borgar- anna og efnaðra manna úr milliflokknum og álit þeirra fór vaxandi. Pessir flokkar gátu bein- línis farið eftir verðhækkuninni og hagað sér eftir henni, einkum í Englandi og Hollandi, enda kunnu þeir vel að færa sér í nyt breyt- ingar þær, er henni urðu samfara. Af þessu varð kaupmannastéttin auðug og hafði mikið að segja, og hefur hún alla tíð síðan komið fram og getað beitt sér sem stórveldi í pen- ingamálum ríkjanna, Pegar góðmálmarnir jukust svona mikið og komust í veltu, varð það til þess að festa komst á alla peningagerð og bankar komu upp. Áður höfðu einstakir menn haft rétt til þess að slá peninga, og svo sérstakar borgir, en nú tóku ríkin alla peningasláttu undir sig. Silfrið var gert að löglegum myntstofni; gull var hvergi myntstofn nema í Englandi einu. Verðgildi málma þessara sín á milli var lengi á reiki, en síðast var þó ákveðið að gull skyldi metið fimtán sinnum dýrara en silfur. Petta hlutfall stóð fast fram um miðbik 19. aldar; en þá voru fundnar svo auðugar silfurnámur, að hlutfallið raskaðist að stórum mun, silfrið féll geipilega í verði og fór svo að síðustu að gullið varð 32 sinnum dýrarara en silfur. Eftir það tóku flest siðuð ríki upp gullstofn fyrir peningagildi á síðara hluta 19. aldar (í Dan- mérk og íslandi 1874), og eru síðan aðeins slegnir silfurpeningar til smáviðskifta og skifta- peninga. Bankar voru fyrst stofnaðir í Ítalíu: í Gen- úa, Feneyjum, Flórenz og Písa. Fyrsti banki, sem var stofnaður fyrir norðan Alpafjöll var settur á fót í Antwerpen 1609; síðan komu batikar í Hamborg 1619, Núrnberg 1621, Stokk- hólmi 1656 og Lundúnum 1694. í sambandi við bankana lifnaði við pen- ingaverzlun, og höfðu ítalir og Gyðingar hana nærfelt eingöngu á hendi fram á 16. öld; en síðar tóku fleiri að fást við hana, svo að hún varð að síðustu allmikil atvinnugrein, og los- aðist alveg við vöruverzlunina. Peningarmark- « aðir miklir risu npp í ýmsum stórboigum Norð- urálfunnar, svo sem Lyon, Paris, Antwerpen, Núrnberg, Frankfurt am Main og Augsborg; svo kom Amsterdam eftir að margt af Gyð- ingum var flúið undan ofsóknum á Spáni og settust þar að, og síðast París og London. Mestur varð hagurinn af víxlakaupum og skift- um eða víxli á peningum landanna. Lánin héld- ust að mestu í sama, lagi og þau höfðu verið á miðöldununi. Stjórnirnar voru í sífeldum skuldum og peningahraki og veðsettu svo kaupmönnum og verzlunarfélögum ákveðnar tekjur ríkjanna, og urðu tollarnir helzt fyrir því. Ríkisskuldir með hlaupandi ríkisskulda- bréfum, þ. e. skuldbindingarbréfum, se.n ríkin gáfu út með ábyrgð þingsins og stjórnarinnar, komust fyrst á með reglulegri skipun á Eng- landi, en hafa síðati fest rætur í öllum ríkjum. Skuldir þær, sem siðuðu þjóðirnar verða að greiða vöxtu af og afborga, eru afskaplega miklar, og voru skuldir rikjanna í Evrópu metn- ar 98,540 miljónir króna árið 1905,' en eru nú víst orðnar um 100,000 miljónir, því að þær hafa sumstaðar stórum aukist; með ríkis- skuldum austrænna og vestrænna ríkja munu þær nú vera eitthvað nálægt 140,000 miljón- um alls í heiminum. Fjárveltukerfið varð þó ekki alráðandi. Fyrst var risið á móti því í Frakklandi. Læknir nokk- ur franskur, Francois Quesnay, kom upp með nýja kenningu, er nefnist búhyggjukenning (Fy- siokratisme), og féllust margir á hana. Peir héldu því fram, búhyggjumennirnir, að alt kapp skyldi lagt á jjað að rækta hvert land sem bezt, en láta iðnaðinn lúta í lægra haldi, og verzlunina líka. Pá kom þegar í Ijós hið mikla djúp, sem er staðfest á milli jarðræktarland- anna og iðnaðarlandanna; þetta djúp stendur óhaggað enn í dag, og er enn óleyst hið mik- ilsvarðandi mál um hið rétta jafnvægi á milli atvinnugreinanna. Kenning búhyggjumanna hef- ur mjög stutt að því að auka framleiðslu at- vinnumagns og verzlunarfrelsis og greiða þeim veg í heillavænlega átt. Ymislegt, sem verður til skýringar ýmsum atriðum í þessari grein, kemur fram í grein- um þeim, sem hér mumi á eftir fara.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.