Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Page 4

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Page 4
268 NÝJAR KÖLDVÖKUR. gæfu minni og féll þungt ógæfa Tuma, þegar eg bar hana saman við minn hag, — þá var alt í einu svift opinni hurðinni og inn kom yngri Tumi i eintómri skyrtu og hvítum brók- um, lððrandi í ryki og örmagna af þreytu og angist. »Guð komi til — Tumi — ertu kominn aftur? Pú hefir strokið aftur?« »Já,« svaraði Tumi og fleygði sér ofan á stól; »eg synti í land í nótt og eg hef verið á leiðinni frá Portsmouth og hingað síðan klukk- an átta. Eg þarf víst varla að segja þér að eg er dauðuppgefinn. Gef mér eitthvað að drekka, Jakob.« Eg færði honum stórt vínglas og drakk hann það með áfergju. Meðan hann var að drekka, athugaði eg með sjálfum mér, hvaða hættur gætu stafað af flasfengni hans og glap- ræði. »Veiztu hvað það hefir í för með sér að strjúka ?« sagði eg. »Já,« svaraði hann raunalega, »en það dugði ekki; Marý sagði í bréfunum, að hún skyldi gera alt sem eg vildi, fara með mér úr landi, — hun bað svo sárt fyrir sér, aumingja stúlkan, að eg gat ekki yfirgéfið hana. Og þeg- ar við áttum svo seinast að sigla í haf, og öll von var úti, ætlaði eg að ganga af vitinu; og þegar akkerum var kastað um kvöldið og gol- an gjálfraði við skipið, rendi eg mér ofan akkerisfestina og synti í land — það er alt og sumt.« »En nú þekkistu, Tumi, og verður tekinn sem strokumaður.* »Það verð eg að hugsa um,« svaraði Tumi, »eg þekki hættuna, sem eg er í, en ef þú gætir útvegað mér frelsi, gæti það þó bless- azt ef til vill, að eg slyppi.« Mér fanst það heillaráð fyrir Tuma að láta lítið á sér bera og fór til Wharnecliffes til að ráðfæra mig við hann. Hann sá að þetta mundi vera einu úrræðin fyrir Tuma; svo reri eg frá honum ofan til foreldra hans til þess að segja þeim, hvernig komið var, og svo til Drúmmonds, Pegar eg kom heim um kvöldið, sagði garðyrkjumaðurinn mér, að Tumi hefði farið út og væri ekki kominn aftur. Eg þóttist vita að hann hefði farið til Marýar og eitthvert óhapp hefði hent hann, og háttaði eg því með miklum áhyggjum. Pað var heldur ekki vonar- Iygi, því næsta morgun var mér sagt, að gamli Stapleton væri kominn og vildi finna mig. Hann kom inn til mín og sagði þegar: »Nú er úti um alt — þeir klófestuTuma — Marý fellur í hvert yfirliðið eftir annað — mannleg náttúra.“ »Hvað hefur komið fyrir, Stapleton?« »Ekki annað en þetta: Tumi strýkur til að komast til Marýar. Af hverju ? Af því að hann elskar hana — mannleg náttúra. Dátasláninn kemur inn og sér Tuma, tekur í hann og reyn- ir að handsama hann, Tumi sperrist við, slær stjórborðaglirnuna úr dátanum og reynir að flýja — mannleg náttúra. Dátar koma inn, taka undirforingjann upp, grípa Tuma og fara burt með hann. Marý grætur og emjar og veinar og líður yfir hana — mannleg náttúra; aum- ingja stelpan heldur ekki höfði — tvær kvens- ur yfir henni með brendar fjaðrir alla nóttina. Ljóta sagan, hr. Jakob. Ástin er verst af öllum skilningarvitununi, það er víst og satt. Eg al- veg utan við mig — hef enga iyst á að reykja í dag — gráturinn í Marý drepið Iystina —« og Stapleton var líkastur því að hann ætlaði sjálfur að fara að gráta. »Já, það er ljót saga, Stapleton,« svaraði eg, »Tumi verður dæmdur sem strokumaður, og guð má vita hvern enda það tekur. En eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur til að Iaga þetta, en menn hafa beitt miklum strang- leika nú upp á síðkastið.« »Vona þér gerið það sem þér getið, Jak- ob. Marý deyr, það én nú sjálfgefið. En eg er hræddastur um að Tumi deyi líka. Deyi ann- að, deyr hitt með. Eg þekki stelpuna — lif- andi eftirmýndin hennar móður sinnar — gat aldrei haldið stýrinu í horfi, annaðhvort var það á stjórborða eða bakborða. Nú er hún að ganga af vitinu af því að komast ekki til Tuma — vill fara til fangelsisins. Ætla með

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.