Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Page 14
278 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Hinn ungi lautinant flýtti sér að skýra henni frá því, sem skeð hafði fyrri hluta dagsins, frá þrasinu á milli sín og Ferschke, flótta sínum út um gluggann og skelfingunni, sem á sig hefði komiö, er hann rakst á ofurstann, og þetta gerði hann með sínu venjulega fjöri og kými- yrðum — »og það, sem eftir er, getið þér sjálfar sagt yður, af eigin reynslu,® bætti hann að síðustu við. Hann hafði varla slept orðinu, fyr en ung- frúin slepti handleggnum á honum og hljóp á móti manni nokkrum öldruðum með auðsýni- legri gleði. »Faðir minn, elsku 'faðir minn!« »Rarna ertu þá góða mín! og ert strax komin? Mér dvaldist lítið eitt svo að eg gat því miður ekki tekið á móti þér á bryggjunni,* sagði maðurinn, sem virtist eftir vexti og Iima- burði að dæma, vera gamall herforingi. »En eftir því sem mér sýnist, þá hefir þú fengið fylgdarmann ;<' — og hann leit spyrj- andi á Jáger — »Má eg biðja þig að gera mig kunnugan manni þeim, sem hefir tekið þig svo riddaralega í vernd sína?« Vandræðasvip brá snöggvast fyrir á andliti ungfrúarinnar. Hún hafði ekki búist við að þurfa að kynna nafn förunautar síns framar fyrir öðrum, og hann þá ekki heldur. Hún brosti glettnislega og sagði með kýmn- issvip: »Herra Ágúst Schröder eftirinaður vindla- verksmiðjueigandanna Neumajer & Comp. — « Gamli maðurinn leit upp spyrjandi og hissa, en Jáger flýtti sér að útskýra málið: »Fyrirgefið, ungfrú góð,« byrjaði Jáger. »F*etta var bara smíðað út úr vandræðum, leyf- ið mér að kippa þessum misskilningi í lag,« og með kurteislegri hneigingu tók Jáger ofan og stóð frammi fyrir feðginunum: »v. Jáger, yfirlautinant í X. riddarafylki.« Feðgimn litu sem snöggvast hvort á annað. »Nú,« sagði ungfrúin og glettnin skein úr augurn hennar, »það var þó skrítið, þetta er þá einmitt— »vilti Jager«P« »Nú, þér þekkið mig?« spurði laútinantinn, án þess að láta sér finnast hið minsta um glet’úsróminn í síðustu orðunum. »Ekki manninn sjálfan, eins og þér vitið, heldur, því miður, manninn af orðrómnum.* »Ó, mig auman,« sagði Jáger hlæjandi. ^Þér þekkið þá, því miður, mína verri hlið. En samt sem áður, náðuga ungfrú, um leið og eg þakka mínuni háttvirtu náungum fyrir nafnið »vi!ti Jáger«, þá megið þér trúa því að eg er einn af þeim villimönnum sem »betri menn« geta kallast.« »En heyrið þér, herra minn,« tók faðir ungfrúarinnar fram í, »vilduð þér gjöra svo vel og koma mér í stöfun með alt þetta, því að eg finn ekkert upphaf né endi á þessu?« »Já, með ánægju,« sagði Jáger. »Rér eigið fulla heimtingu á því, að verða þriðji maður í samsærinu. Lítið þér á, hún dóttir yðar gerði mér nefnilega þann mikla greiða, að forða mér frá. . . .,« og hann sagði upp alla söguna. Af andlitsdráttum gamla mannsins var erfitt að ráða hvað hann hugsaði. Stundum virtust hlát- ursdrættir koma í andlitið við sögu Jágers, en stundum kom djúp hrukka á milli auga- brúnanna. Jáger, sem fremur beindi ræðu sinni að dóttur hans, tók ekki eftir neinu. »Fyrir mig og mína líka,« héltjáger áfram »sem verðuni að halda kj — ... nei fyrirgefið — eg meinti að þegja, yfir öllum þeim óbóta- skömmum, sem hinn háttvirti yfirmaður okkar eys út yfir okkur —, »er það hátíð ef okkur hepnast einstöku sinnum að fara á bak við hið altsjáanda auga okkar háttvirta herra.« »En hevrið þér!« tók gamli maðurinn til orða, »þetta er dáfalleg saga; hvað haldið þér að —,« lengra komst hann ekki, því dóttir hans greip um hönd hans og mælti lágt: »Góði pabbi láttu þetta vera, gerðu það fyrir mig!« Jafnskjótt sneri hann umtalsefninu í aðra átt og sagði hlæjandi: »|lt eftirdæmi er að mínu áliti ekki' sem bezt, en við gleymum að segja yður nöfn okkar vegna.« Og áður en hann gæti sagt nokkuð mælti hún: ^Má eg hafa þáánægju að gera 'yður kunn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.