Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Síða 15
VILTI JAOER. 270 ugan föður mínum, Tomdorf gózeiganda frá Pommern, einn af hinum alþektustu óðals- og sauðabændum nítjándu aldarinnar.« Lautinantinn hneigði sig, en gamli maður- inn leit snöggvast þykkjulega til dóttur sinnar; en þegar hann sá hve gletnisleg hún var, rak hann upp skellihlátur. . »Og hér,« hélt hann áfram, »vil eg sýna yður dóttur mína, ungfrú Káthe Tonndorf, hina mestu og víðfrægustu smalastúlku alifugla hér á Pýzkalandi, en sem hefir þó sérstaklega vel lagaðar gáfu fyrir andarækt.« »Mér gremst það mikillega, að geta ekki verið embættisbróðir yðar, ungfrú góð, í þessu starfi yðar, því að það lítið, sem eg hefi _gef- ið mig við alifuglum, hefi eg helzt gefið mig að gæsum og þeim steiktum, samkvæmt mat- seðlinum hjá mötunautum mínum, og svo gæs- unum á dansleikjunum í Svenstein.« »Svei, herra lautinant, þetta er ljóttI« »Já, það var nú auman, mín náðuga ung- frú, en það skal eg segja yður, að gæsirnar og gæsamæðurnar í Jxenstein eru þó enn þá Ijótari. Pað þekki eg af eigin reynslu. En slepp- um nú alifuglunum. Eg segi það fyrirfram að eg er yfirunninn af yður í þeirri list. Heldur vildi eg bjóða föður yðar út í burtreið, treyst- andi mínu meðfædda skynbragði á hestum sem riddari.« »Því miður verð eg að hafna þessu boði, því að vit mitt á slíku nær ekki lengra en til sauða og svína,« sagði Tonndorf lilæjandi. »Nei,« sagði Jáger í spaugi, »norðurþýzkur sauðabóndi. Það er nú ekki svo vitlaust!« og svo raulaði hann þessa vísu úr Sígeúnabaróninum : »Pví lífsinark mitt og sálarsjón »er svínafeiti og asnaflón.* Hinn ungi maður setti þetta djarfa spaug S|tt fram með svo miklu fjöri og svo græzku- laust, að ekki var hægt að taka þvi illa. Hann virtist þvert á móti skemta tilheyr- endum sínum, því að gózeigandinn bauð hon- Um verða sér samferða, svo að þau héldu af stað upp f veitingaskála, sein var bygður utan í sjávarbakkanum. »Heyrið þér nú, herra lautinant,« sagði ungfrúin, »þér voruð ekki buinn að skripta nógsamlega fyrir okkur. Pér þurfið endilega að segja okkur frá orsökínni til þessarar fang- elsisvistar yðar.« . »Nei, kæra ungfrú, lofið mér að sleppa því, það ... —« »Nei, nei, það fæst nú ekki; eg hefi nú heyrt annað eins, þegar eg var einusinni í heimsókn hjá frænku minni í Jxenstein. Afram með smérið.« , »Fyrst þér skipið mér það, má eg ekki launa yður góða hjálp með slíkri undanfærslu. Eu málið er annars óvenju uieinlaust. Sjáið þér nú til; félag eitt í Jxenstein, sem Bæjar- prýði kallast, tók upp á því láta gjöra geysi- stóran gosbrunn á bæjartorginu, var safnað fé til þess í fyrra vetur, haldnir dansleikar, sam- söngvar, og guð veit hvað, til ágóða fyrir- tækinu. Petta átti auðvitað að vera einn af þessuin stóru gosbrunnum, með hálfri tylft af vatna- gyðjum og landadísum í öllum mögulegum og ómögulegum stellingum. Eg kendi auðvitað í brjósti um veslings greyin. Eg keypti því hjá fatasala nokkrum danskjól, sem ein af ungfrúm borgarinnar hafði lagt niður eftir veturinn, og síðan eina indæla nótt í maímánuði lék eg svo þernu í dísahópnum. Til allrar bölvunar svaf hinn háttvirti herra »næturráð« ekki þessa nótt og náði í mig í þeim svifum, er eg var að setja uppgjafahúfu borgarstjórafrúarinnar á höfuð æðstu dísarinnar. Ofurstinn Iét sér ekkert segjast við skynsam- legar fortölur, setti mig fyrir hermannadóm, og þar eð ofurstinn sagði í ofanálag, að mæl- ir synda minna væri þegar fullur orðinn—því að hann hefir haft þann ósið að kenna mér um öll glappaskot, sem koma fyrir í Jxenstein — og svo var sjálfsagt að fórna frelsi mínu á altari nokkurra oddborgara í Jxenstein, sem hrópuðu yfir mig hefnd,« Báðir tilheyrendur Jágers hlýddu á með sannri ánægju og Jáger sjálfur, sem þurfti að væta kverkarnar eftlr söguna saup á glasi sínu,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.