Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1913, Side 19
VILTI JAGER. 283 Ofurstinn ias síðustu setninguna heldur hærra og leit háðslega framan í Jáger, sem stóð í sömu sporum steinhissa. »Þetta er mjög eftirsóknarvert starf, sem þér fáið,« mælti hann og rétti Jáger skjalið, »og mér er forvitni á að vita, hvernig þér leys- ið það af hendi. Eg veit ekki hverju það er að þakka, að þér hafið gengið í augu majórs- ins, sem »vel hæfur« flokksforingi. Reyndar hefi eg ekkert stuðlað til þess, því að hingað til hefir mér virzt shæfileikar* yðar miða í alt aðra átt.« Jáger var orðinn sótrauður af reiði: Honum lá við að svara ónotum, en stilti sig, hneigði sig kuldalega og skálmaði út. Frá þessu augnabliki varð breyting á hátt- um Jágers. Hann sem venjulega var úti í bæ á hverju kveidi fram eftir allri nótt, kom nú ekki út úr húsi. Oft mátti sjá ljós í skrifstofu hans alla nóttina fram undir morgun og heilir bunkar af tímaritum og hermálabókum lágu á borðinu hjá honum. Hinn alþekti »fyndnismeistari« gekk nú fram og aftur á milli hermanna sinna, án þess að tala nokkurt óþarfaorð og aldrei leit hann upp frá verki sínu í þessa 14 daga. nema tvisvar eða þrisvar, þegar hann brá sér með gufubátnum ti! Karloinenbad, til þess að reyna að grafast eftir því, hvar feðginin Tonndorf héldu sig. En sú leit varð samt árangurslaus. A ákveðnajm tíma fékk svo jáger ofurstan- um ritverk sitt, sem hann tók við með háðs- hrosi, til þess að fá majórnum það. — Sumarið var nú komið og hersýningin átti nú að verða von bráðara. Alt var á tjá og tundri í herbúðunum. tinhvern dag vildi höf- uðsmanni 3. herdeildar það óhapp til að detta °g fótbrotna.. v. Jager flokksforingja hlotnaðist þá sú staða á meðan hinn væri veikur. Ábyrgðin, sem þetta bakaði honum, verkaði lítið í þá átt að gera honum hughægra, því að hann vissi hæði að majórnum hlaut að hafa borist fang- elsisvist hans til eyrna og svo var óvíst hvern- ]g honum mundi geðjast ritverk hans. Morg- uninn, sem sýningin átti fram að fara, var Jág- er sá fyrsti, sem fram á völlinn kom, til að Koma öllu í sem bezt Iag. Hann athugaði hvern einasta hnapp og hverja reim, hvatti og sagði fyrir, er hann reið meðfram fylkingunum. Loks kom þessi mikla stund, sem allir biðu með ótta og eftirvænt- ingu. Riddaraflokkunum var raðað í beina línu fyrir framan fylkingarnar, gunnfánar og veifur blöktu hátt í morgungolunni, en hornahljóð og bumbusláttur kvað við á hægri hönd. »Til hægri!« var skipað fyrir og í sama vetfangi sneru ótal höfuð sér í áttina til hins Ijómandi skreytta riddaraflokks, þar sem majór- irinn reið fremstur í flokki, hlaðinn orðum og heiðursinerkjum. »Góðan daginn, riddarar!« »Góðan daginn, herra majór!» Regar Jáger heyrði rödd majóisins, hrökk hann við eins og hnífstunginn. Hann starði á majórinn. — »Hár vexti, sama andlitið, grásprengt skeggið og svo þessi rödd —. Nei, það gat enginn vafi leikið á því! »Hamingjan hjálpi mér!« tautaði Jáger. »Það er enginn annar en sauðabóndinn minn frá Pommern! Þetta verð- ur fallegt klúður! Hefði eg pappírsörk í vasa mínum, skyldi eg óðar segja upp stöðu minni, en eg verð að gjöra það skársta af illu, eins og sagt er.« Jáger sat keipréttur í söðlinum þegar majórinn kom þeysandi, hann horfði í augu hans og lét sverð sitt síga. Majórinn beilsaði, en ekki virtist hann neitt taka sérstak- lega eftir Jáger. »Guði sé lof,« tautaði Jáger, «hann þekkir mig ekki aitur.« Fylkingarnar röðuðu sér til skrúðgöngu. Jáger reið ennþá einusinni með- fram riddaraflokk sínum. »Piltar!« kallaði hann hálfhátt, »ef þið sýn- ið í dag það, sem þið hafið til, skulu þið fá eins mikinn bjór í kvöld eins og þið vi!jið.« Gleðisvipurinn á andlitum þeirra bar þess vott, að orð hans hefðu fallið í góða jörð. Pá byrj- aði skrúðgangan. Riddararnir fylktirí röð fyrir framan stórfylkin, héldu áfram ýmist á stökki eða brokki, í langri röð. Að skrúðgöngunni lokinni byrjuðu skylm- ingar og heræfingar. Athugull maður hefði vel mátt sjá, að maj- órinn veitti þriðju riddaradeildinni mesta eftir- tekt og honum hlaut að geðjast vel að því, sem hann sá, því að hann kinkaði ánægjulega kolli hvað eftir annað. Sýningin endaði svo með fimlegri árás. Pá var flokksforingjunum gefið merki um að koma fram. Hvaðanæfa geystust þeir í áttina til majórs- ins, sem lét í Ijósi ánægju sína yfir hersýn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.