Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Síða 7
KAIN
53
Kains, eins og hnífsoddur. Hann leit aft-
ur til móður sinnar með bæn um lið-
veizlu í augnaráðinu. Hún hafði staðið
hreyfingarlaus og verið vitni að því, sem
fram fór á milli feðganna, og ótti og sárs-
au'ki skein út úr svip hennar.
— Adam, hvíslaði hún og rétti fram
hendurnar, en hún komst ekki lengra,
því maður hennar æpti:
— Bölvuð veri sú stund, er þú komst
inn í líf mitt. Öll ógæfa er af þínurn
völdum. — Reyndu ekki að biðja syni
þínum vægðar, því að það eykur aðeins
reiði mína.
Hún lét hendurnar falla niður og lötr-
aði burt, hrædd og niðurlút. Sonur henn-
ar horfði á eftir henni, og það var sem
eitthvað hryndi til grunna innst inni í
vitund hans. Honum fannst hann ekki
kannast við hana lengur. — Hún var ekki
lengur móðir hans. Hún hafði yfirgefið
hann, þegar honum reið mest á hjálp
hennar. Þau vonbrigði og einstæðingstil-
finningin, sem þeim fylgdi voru sárari en
svipuhöggin, sem skullu á baki hans.
Hann grét ekki eða baðst vægðar, heldur
beit á jaxlinn. Hann var ekki lengur
barn, heldur maður, sem rúmar ekkert
annað í sál sinni en hatur til lífsins fyrir
það eitt að vera til, — og er dæmdur til
þess að lifa allt sitt líf einn, aleinn.---
Sólin hné til viðar, og nóttin skall á,
dimm og heit og þung eins og sorgin.
Kain skreiddist inn í hvílu sína. Hann
var máttfarinn og brennandi sársaukinn í
baki hans varnaði honum svefns. Hann
hugsaði ekki, hann lá bara kyrr og starði
svefnvana augum út í myrkrið.
En ómur af mannamáli vakti allt í einu
vitund hans. Foreldrar hans voru að tala
saman í hvílu sinni, skammt frá honum.
Hann varð allur að eftirtekt, en þó heyrði
hann ekki nema lítið af samtali þeirra.
Faðir hans ávítaði, móðir hans grét. Þau
voru að tala um eitthvað, sem hafði gerst,
langt, langt í burtu. Þá hafði allt verið
öðruvísi og betra en nú. Engin sorg, sí-
felld gleði og hamingja. En svo hafði eitt-
hvað komið fyrir, eitthvað hræðilegt.
Hvað það var gat hann ekki heyrt, en
með því hafði óhamingjan komið inn í líf
þeirra, og dæmt þau til þess að lifa ein
og yfirgefin, á þessum fjarlæga og eyði-
lega stað.
Þessi vitneskja, þótt lítil væri, styrkti
þann grun hans, að foreldrar hans byggju
yfir einhverju leyndarmáli, sem þau
vildu ekki að hann kæmist að. Faðir hans
hafði ekki sagt honum satt. Einhversstað-
ar langt úti í þessum dularfulla heimi
voru menn, sem lifðu lífi sínu á líkan hátt
og hann og foreldrar hans. Seinna, þegar
honum yxi þróttur, ætlaði hann að leita
uppi lönd þeirra og bústaði og fá lausnir
á öllum þeim óteljandi ráðgátum, sem
lífið var svo fullt af. Þangað til varð
hann að bíða, og láta sér nægja þessar
ófullkomnu, og ef til vil vafasömu upp-
lýsingar, sem þó höfðu megnað að varpa
svolitlum ljósgeisla inn í myrkrið, sem
grúfði yfir hugarheimi hans.
III.
Tíminn leið, og bræðurnir urðu full-
vaxta menn. Þeir voru jafn ólíkir í sjón
og raun og dagur og nótt. Kain var stór-
skorinn. Hár hans og skegg var hvort-
tveggja svart og strítt. Augu hans voru
ætíð full af myrkri og kulda. Hann brosti
aldrei. Drættirnir í andliti hans voru
harðneskjulegir og fráhrindandi.
Abel var aftur á móti hár og beinvax-
inn, eins og pálmarnir, sem uxu þar í
grennd. Andlitsdrættir hans voru fín-
gerðir. Augu hans síkvik af lífsgleði.
Hár hans og skegg var með hrafnsvörtum
gljáa og fallega liðað. Hann var æfinlega
glaður og ánægður. Allt torskilið og dul-
arfullt lét hann sigla sinn sjó, því að öll
\