Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 11
K AIN 57 hann gat farið að hugsa nokkurnveginn skýrt og skipulega. Hvernig myndi for- edrum hans verða við er þau kæmust að því, að Abel, yndi þeirra og eftirlæti, væri ekki lengur lifandi, og hann, — bróðir hans — hefði svipt hann lífi? Þessar hugsanir vöktu kvíða og sjálfs- ásökun í sál hans. Hann hefði ekki átt að vera alveg svona harðhentur. Það hefði verið nóg að hræða hann dálítið. -------- Áður en hann vissi af var hann kom- inn þangað, sem hann hafði vegið bróðu-r sinn og staðnæmdist hjá líkinu, sem starði á hann galopnum, annarlegum aug- um. Hann fylltist óhugnaði og ótta. Þessi brostnu augu voru full af hræðilegri orð- lausri ásökun, sem smaug eins og hnífs- oddur innst inn í hugskot hans. Hann langaði til að hlaupa burt, en þó gat hann ekki annað en staðið grafkyrr, eins og negldur niður. Hvað hafði hann gert? Hann hafði unnið verk, sem ekki varð aftur tekið, illverk, glæp, sem myndi fylgja honum eins og dimmur, ógnandi skuggi, hvert sem hann færi. Allt hans líf myndu þessi starandi augu fylgja honum, og ræna hann friði og hugarró. Framveg- is myndi líf hans verða sífelldur flótti undan hræðilegum minningum. — Eilífur ósigur. Ennþá meiri tómleiki og einstæð- ingsskapur, en nokkru sinni fyrr. Foreldr- ar hans myndu formæla honum og bölva fæðingardegi hans. Öll sund voru lokuð. --------Sólin hné allt í einu til viðar. Síðustu geislar hennar lýstu sem snöggv- ast upp andlit líksins. Allt þetta yfirlæt- islega og fullorðinslega var horfið úr svip þess, en barnslegt vanmætti og úr- ræðaleysi komið í staðinn, sem minnti á löngu liðna tíma, er Abel litli leitaði trausts og öryggis hjá stóra bróður. Hann féll á kné við hlið þess, huldi and- litið í höndum sér og grét. Margra ára kuldi og beizkja, sem búið hafði í sál hans, flæddi burt með tárunum, sem sitr- uðu niður á milli fingra hans, ofan í moldina, sömu moldina, sem nýbúin var að drekka í sig blóð bróður hans.--------- — — — Myrkrið var skollið yfir. A hinum djúpa dimmbláa næturhimni blik- uðu óteljandi stjörnur eins og björt bros- mild augu. Á austurhimni var ein stærst og skærust. Kain fannst hún rétta sér óteljandi, granna geislafingur. Hann lagði af stað í áttina þangað, líkt og hann væri seiddur af dularfullu afli. — Ferð hans út í hinn stóra óþekkta heim var hafin. Hann gekk og gekk, hugsunarlaust. Hann reyndi ekki að gera sér grein fyrir því, hvað biði hans. Honum var sama um allt. Öskur villidýranna skefldu hann ekki. Hann óskaði þess jafnvel að þau vildu ráðast á hann og drepa hann, sem fyrst. Nóttin leið og hann fór að finna til þreytu. Þegar dagur rann lagði hann sig, sem snöggvast til svefns. En hann vakn- aði strax aftur. Hann hafði dreymt augu bróður síns. Hann gekk eins og trylltur. Hann varð að losna undan áhrifum þeirra. Áfram, — áfram. Allan daginn gekk hann um hrjóstugt sólþurrkað land. Sólin brenndi hann miskunnarlaust, og þorsti fór að ásækja hann, en engin lind eða lækur varð á vegi hans. í óendanlegum fjarska hylltí undir blá fjöll, það voru ný og óþekkt fjöll. Þangað stefndi hann, en hvernig sem hann gekk virtust þau alltaf jafn fjarlæg. Dagurinn leið og nóttin og næsti dagur kom með brennandi sól. Kain skjögraði áfram, en hann var að verða aðframkom- inn. Augun gljáðu af sótthita, og kverkar hans voru þurrar og sprungnar af þorsta. Hann var farinn að sjá sýnir. Grænir vinjar með tærum svalandi uppsprettu- lindum aðeins örfá fótmál burtu. Skugg- sælum trjálundum, þar sem greinamar svignuðu undan ofurþunga ávaxtanna, 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.