Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Qupperneq 13
KAIN 59 getur komið með mér til tjalds föður míns. — Er það langt? — Nei, þarna á bak við pálmalundinn. Hann reyndi að rísa á fætur, en skorti þrótt til þess, en með hjálp hennar tókst honum það að lokum. — Þú þreyttur ennþá, sagði Arína. Kominn langt að? — Búinn að ganga lengi, lengi, svaraði hann, og rödd hans var óstyrk. Marga daga, margar nætur. — Þú hefir villst í eyðimörkinni og lent hingað, sagði hún. Það var gott. Tjald föður míns mtm standa þér opið.----------- — — — Semit hinn ríki tók hinum hrakta ferðalang með frábærri gestrisni. Allt það bezta, sem til var í eigu hans, stóð honum til boða. Kain náði skjótt kröftum sínum aftur, því að hann var ungur og hraustur, en hann var lengur að gera sér grein fyrir því, hvernig hinu nýja umhverfi var varið, og samrýmast þessari nýju tilveru, sem hann hafði villzt inn í. í hug hans fóru að mótast nýjar og heilbrigðari skoðanir á ýmsu, sem áður hafði verið honum leyndardómur. Að morgni hins sjötta dags sat hann úti fyrir tjalddyrunum og horfði á Arínu, þar sem hún sat þar skammt frá og mal- aði korn á milli tveggja steina. Hreyfing- ar hennar voru mjúkar og hljóðlátar. Það gljáði á brúnt hörund hennar í sólskininu. Hárið, svart og gljáandi, hafði hún bund- upp, svo að það hindraði hana ekki við verkið. Augu Kains drukku í sig þessa óvenjulegu og heillandi sjón, og í brjósti hans rumskuðust tilfinningar, sem ollu honum í senn bæði og gleði og sársauka. Hann fann ennþá styrkleik arma hennar og mýkt brjósta hennar frá þeirri stund, er hún hafði hjúkrað honum veikum og máttarvana. — En bráðum yrði hann að skilja við hana til þess kannski að sjá hana aldrei framar. Hann var að verða fullhraustur og gat ekki mikið lengur níðst á gestrisni þeirra. Semit kom út úr tjaldinu og staðnæmd- ist hjá honum. Hann var hinn virðuleg- asti ásýndum, og augu hans virtust horfa lengra og sjá fleira en annarra. — Ég vona að ég móðgi þig ei, ungi maður, hóf hann mál sitt, eftir stundar þögn, þótt mig fýsi að heyra hverrar ætt- ar þú ert, og hvaðan þig hefir borið. — Ég hefi ei hingað til viljað ónáða þig með slíkum spurningum, en nú þykist ég sjá, að þú sért að verða fullhraustur aftur. — Vanþakklátur væri ég, svaraði Kain, ef ég leysti ekki úr spumingum þínum eftir allar þær velgerðir, er þú hefir auðr sýnt mér. — En furða mun þig á fáfræði minni, því að ætt mína þekki ég ekki ut- an foreldra mína. — Lítillæti og hæverska er dyggð, svaraði Setim. Sá er þykist vita mikið er jafnan heimskari en sá, sem lætur lítið yfir sér. — Foreldrar mínir heita Adam og Eva, sagði Kain, eftir að hafa þagað litla stund. Hverrar ættar þau eru veit ég ei, því að það hafa þau aldrei viljað segja mér. Bú- staður þeirra er svo langt frá öðrum mannabyggðum, að fram til þess dags, er ég leit Arínu dóttur þína fyrst, hélt ég að foreldrar mínir væru einu manneskjurn- ar á jörðinni. — Adam og Eva, endurtók Semit með hægð, en lagði þó áherzlu á orðin. Mér finnst ég kannast við þessi nöfn. — Það lá við að ég væri farinn að trúa þessu, hélt Kain áfram, að því væri í raun réttri þannig varið, og mér fannst lífið svo hræðilega tómlegt og tilgangs- laust ef svo væri. — íbúar jarðarinnar eru fleiri en stjörnur himinsins, sagði Semit með sannfæringarþunga í röddinni. Bústaður foreldra þinna hlýtur að vera fjarri öll- um venjulegum mannabyggðum fyrst þú 8* 9

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.