Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Page 26
72 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ólag, — þá var ekki gott að vita upp á hverju hún kynni að finna. Gaston var farinn, og hún litaðist um í herberginu eins og hundelt dýr. Bara að hún gæti komizt á brott; en enginn möguleiki virtist á því, að hægt væri að flýja frá allri þessari eymd og kvalræði, sem henni var nú orðið allt að því ofraun að bera- Og þó var ein leið, sem henni hafði oft komið til hugar, til að losna við allt þetta. Og hún hafði þrásinnis svipazt um eftir því, sem til þurfti, svo að hún gæti fram- kvæmt áform sitt. En höfðinginn hafði einnig gert sínar ráðstafanir. Dag einn hafði virzt, sem þetta örþrifaráð hennar ætlaði að heppnast, og eftir augnabliks hik hafði hún rétt út höndina til að grípa marghleypuna, sem hann hafði lagt á borðið, en í sama vetfangi lagðist sterk hönd og þung, óvænt ofan á hönd hennar. Hann tók vopnið frá henni, rólegur og ó- snortinn, opnaði skothylkjahólfið og sýndi henni að það var tómt. „Þú heldur þó lík- lega ekki, að ég sé hreinn og beinn asni?“ hafði hann spurt svo rólega, að rödd hans bar ekki vott um snefil af geðshræringu. Og upp frá þessu hafði hann gætt henn- ar vandlega dag og nótt. Hún faldi and- litið í höndum sér. „Ó, Guð minn góður! Á þá þetta aldrei að taka enda! Á ág aldrei að komast búrt frá honum?“ Allt í einu spratt hún á fætur og tók að reika eirðarlaus aftur á bak og áfram um tjaldið. Einveran varð henni að lok- um alveg óbærileg — heldur allt annað en að vera alein í þessu stóra, mannlausa tjaldi! Þá heyrði hún rétt í þessu hávaða utan að og langaði þá til að grennslast eftir hvað um væri að vera og gekk því út undir tjaldskýluna- Þar rétt fyrir utan stóðu þeir höfðinginn, Gaston og Yusef og horfðu á báltrylltan hest eða tryppi, sem tveir eða þrír menn strituðu við að halda í skefjum. Hinum megin, fjær tjaldinu, sá hún hóp Araba í hálf-hring — sumir á hestbaki, en aðrir á fæti. Þeir afmörkuðu að utanverðu stórt, opið svæði milli sín og tjaldsins. Þeir voru all- ir ákafir og æstir, og töluðu hátt og pöt- uðu höndunum. Reiðmennirnir riðu í sí- fellu fram og aftur í yzta hring. Díana hallaði sér upp að öðru lang- spjótinu, sem hélt uppi skýlunni og virti fyrir sér þetta fjölbreytta líf, er hér blasti við augum hennar. Þessar vinjar lágu mörgum mílum sunnar en staður sá, er hún fyrst var flutt til, en þaðan höfðu þau flutt fáum dögum eftir að hún hafði verið tekin til fanga. Þetta var dásamleg- ur staður. Fjarlægar hæðir lágu eins og fögur umgerð langt í burtu, dökkar og mistursveipaðar í síðdegisbjarmanum. Hvít tjaldborgin bar við háa og beinvaxna pálma vinjanna, og Díana lét augun hvarfla út yfir umhverfið og hina villi- mennskulegu menn í víðum, hvítum sloppum og fallega villihestinn, sem var algerlega trylltur af ótta og styggð við hávaðasama mennina; hann sló og prjón- aði og beit mennina, sem héldu í hann. Eftir skamma stund rétti höfðinginn upp aðra höndina, og einn mannanna ruddist fram gegnum mannþyrpinguna, nálgaðist höfðingjann og beygði sig djúpt til jarðar. Höfðinginn sagði fáein orð við hann. Maðurinn laut honum á ný og glotti, svo að skein í hvítan tanngarðinn. Svo sneri hann sér við og nálgaðist mennina, sem voru að fást við hestinn í miðjum hringn- um. Díana rétti úr sér og fylgdi með mikilli eftirvæntingu því, sem nú fór fram. Það átti auðsjáanlega að temja hestinn — enda var búið að leggja hnakk á hann. Nú þustu fleiri menn til og héldu honum — aðeins augnablik, og maðurinn var í einu vetfangi kominn á bak. Þá slepptu hinir taumimum og stukku til hliðar og flýðu allt hvað fætur toguðu til að forð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.