Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 30
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hann verður bráðum all right aftur. Þeir hafa harðan skalla, þessir Arabar!“ „Og Yusef?“ „Le petit Sheik viðbeinsbrotnaði. Það er ekkert að nefna. Nokkurra daga hvíld og gælur í kvennabúrinu, og svo er hann í fullu lagi!“ sagði Gaston hlæjandi. „Kvennabúrinu?“ át Díana upp aftur hissa. „En er hann þá giftur?“ „Mais oui, Madame! Hann á tvær konur. Hann yppti öxlum, er hann sá furðu- svipinn á andliti hennar. „Que voulez vous?* Þetta er landssiður!“ bætti hann við góðlátlega, og svipur hans gaf í skyn, að hann viðurkenndi aðeins leiðinlega staðreynd. Það var viðkvæmt og eldfimmt málefni að ræða um landssiðu, og var Díana því fljót að skifta um samræðuefni. „Hvar hafið þér lært reiðmennsku, Gaston?“ „Á veðreiða-svæði í Auteuil, madame, þegar ég var drengur. Seinna var ég fimm ár í riddaraliðinu, og svo kom ég til monseigneur11. „Og hve lengi hafið þér verið hérna?“ „Fimmtán ár, madame!“ „Fimmtán ár!“ tók hún upp aftur hissa. „Fimmtán ár hérna í eyðimörkinni?“ „Hér og hingað og þangað, frú“, sagði hann styttri í spuna, heldur en hann var vanur; svo tautaði hann eitthvað til af- sökunar og fór burt. Díana hallaði sér afturábak í koddana og andvarpaði. Gaston þurfti ekki að vera hræddur um það, að hún ætlaði að reyna að hnýsast í leyndarmál hans. Svo djúpt var hún þó ekki sokkin. Æ dular- fyllri og óskiljanlegri varð hann henni þessi ógurlegi maður, sem svo grimmi- lega hafði gripið inn í örlög hennar. Hvaða töframætti var hann gæddur, *mais oui: Já, auðvitað. — Que voulez vous: Hvað um það. Þýð. þessi maður, að þeir elskuðu hann allir og dáðu, bæði þessir hálfviltu menn hans og' þessi litli franski fyrverandi riddara- liði? Hún var enn að brjóta heilann um þessi flóknu málefni og eygði enga lausn, er höfðinginn kom inn aftur. Nú kom hann hreinn og velklæddur og var allt annar maður, en sá sem hún hafði séð, blóðugan, rifinn og villimannslegan fyr- ir hálfri stundu síðan- Hann var þögull og alvarlegur á svip og hafði auðsjáan- lega eitt af þessum hjárænu-köstum sín- um, sem hún smám saman hafði vanið sig við. — Þau hafði hann stundum klukku- tímum saman og leit þá blátt áfram ekki við henni. Það var algerð þögn við mið- degisverðinn. Hann yrti aðeins einu sinni á Gaston, og þá mælti hann á arabiska tungu, og þjónninn svaraði með því einu að kinnka kolli, og eftir að Gaston var farinn út, mælti hann ekki orð af munni langa hríð, en sat þögull á dívaninum, auðsjáanlega í þungum hugsunum. Díana ráfaði eirðarlaus um tjaldið og skoðaði kæruleysislega alla þessa hluti, sem hún þekkti svo vel, að hún kunni þá alla utanbókar, og að lokum lézt hún vera að lesa eitt hinna frönsku vikurita, sem hún hafði lesið ótal sinnum. Venjulega gladdi það hana, að hann var þögull, en í kvöld óskaði hún þess af einkennilega and- stæðuþrunginni skapgerð konunnar, að hann vildi segja eitthvað. Hún var sljó og þreytt, og þögnin lagðist þungt á hana. Nokkrum sinnum leit hún um öxl til hans, en hún sá aðeins á bakið á honum, og það var ekki árennilegt. Loksins kall- aði hann á hana, og þá þversnerust til- finningar hennar skyndilega, svo að hún óskaði þess innilega, að hann hefði aldrei mælt framar orð af munni. Hún gekk hægt til hans- Hún var alltof þreytt til þess að veita viðnám og sýna nokkurn mótþróa. Til hvers var það líka? hugsaði hún niðurbeygð, það myndi enda með

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.