Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 31
ARABAHÖFÐIN GINN 77 ósigri hennar eins og alltaf endranær. Hann dró hana niður á dívaninn við hlið- ina á sér, og áður en hún hafði áttað sig á, hvað hann var að gera, hafði hann lát- ið langa jade-hálsfesti renna niður yfir höfuð henni. Ofurlitla stund starði hún sljó á þennan dásamlega skrautgrip, sem var samansettur af jafnstórum ferköntuð- um og snilldarlega útskornum plötum með óvenjulega fallegum og hreinum grænum lit — rak upp dauft hljóð, reif af sér festina og þeytti henni fram á gólfið. „Að þér skulið þora!“ stundi hún upp. „Þér geðjast ekki að henni?“ spurði hann rólega og lyfti brúnum af undrun. „Og hún fer svo vel við kjólinn þinn“, bætti hann við og strauk brúnni hönd sinni yfir grænar silkifellingar kjólsins, er bugðuðust fagurlega um hvelfdan barm hennar. Hann leit ofan í opna öskju, sem stóð á smáborði við hliðina á honum og var full af gimsteinum. „Perlur eru of kaldar og demantar of hversdagslegir handa þér“, sagði hann hægt. „Þú ættir aðeins að bera jade ■—■ það er eins og kvöldbjarmi himinsins gegn sólarlaginu í gullnu hári þínu“- Þannig hafði hann aldrei áður talað við hana, og heldur ekki í þessum tón. Framkoma hans hafði miklu fremur ver- ið ruddaleg en blíð. Hún leit snögg't framan í hann og ruglaðist alveg af því, er hún las út úr andliti hans. Úr augum hans lýsti hvorki ást né girnd, aðeins óvenjuleg mildi. „Þú vilt máske heldur hafa demantana og perlurnar!“ sagði bann og benti fyrirlitlega á öskjuna. „Nei, nei! Ég hata það! Ég hata það alltsaman! Ég vil ekki bera skrautgripi yðar! Þér hafið engan rétt til þess að ætla, að ég sé ein af þessháttar konum!“ brópaði hún æst. j,Svo þér geðjast ekki að því? Bon dieu! Éngin hinna hefir nokkru sinni slegið hendi við þessháttar — þær hafa meira að segja aldrei fengið nóg!“ sagði hann og hló. Díönu varð hverft við og leit upp, og svipur hennar bar vott um ótta og and- styggð. „Þær hinar?“ spurði hún skelkuð. „Þú hefir þó líklega ekki haldið að þú værir sú fyrsta? eða hélztu það, kannske?“ spurði hann með ruddalegri hreinskilni. „Horfðu ekki svona á mig! Þær voru ekkert líkar þér — þær komu fúsar og sjálfboðnar til mín — alltof fúsar! Allah! Hve þær voru leiðinlegar. Ég varð fyrr þreyttur á þeim en þær á mér!“ Hún stundi af grátekka og brá hand- leggnum fyrir andlit sér og stritaði við að losa sig. Þetta hafði hún aldrei hugs- að sér. Hún var of saklaus til þess, að henni hefði dottið það í hug. Hún var þá bara ein af mörgum ástmeyjum hans, sem hann hafði tekið og fleygt frá sér aftur, eins og honum hentaði! „Ó, hve þér særið mig og svívirðið!“ hvíslaði hún ósköp lágt — en svo blossaði bræðin upp í henni á ný. Hann hafði linað á takinu utan um hana, og hún reif sig lausa og spratt á fætur. „Ég hata yður! Skiljið þér það ekki? Ég hata — hata yður!“ Hann kveikti sér í vindling í mestu makindum og hagræddi sér á dívaninum. Loksins sagði hann hægt og kuldalega: „Þú ert nú búin að segja mér það einu sinni áður í dag! Og með því að endur- taka það, verður það síður sannfærandi, ma chére!“* Bræði hennar hjaðnaði — hún var of þreytt til að vera reið. Hún var særð og auðmýkt, og maðurinn hérna hjá henni hafði á sínu valdi að auðmýkja hana enn dýpra. Hún var algerlega á hans valdi, og í kvöld hafði hún ekki mátt til að berj- * ma schére: Qóða mín. Þýð.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.