Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Side 34
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mikið af henni bæri að taka bókstaflega. Viðburðirnir um daginn flugu aftur með leifturhraða gegnum huga hennar, hvert einasta andstyggilegt atriði þeirra. Þegar hann beitti refsingu, þá gerði hann það miskunnarlaust. Hve langt myndi hann ganga? Hann var Arabi — henni gleymd- ist það öðru hvoru, unz hann á ný minnti hana á það með ruddaskap sínum — og sem kona þurfti hún engrar miskunnar að vænta frá hans hendi. IJans hendi! Hún hvarflaði augunum snöggt yfir á fingurna, sem héldu fast um upphandlegg hennar, og hún sá þessa sömu fingur löðr- andi í blóði, sá þá kreppta utan um blóð- uga taumana. Hún háði harða baráttu við sjálfa sig og tættist sundur inn í innstu sálarfylgsni, á annan bóginn var ástríðu- þrungin ósk um, að hinn sterki vilji henn- ar og þrályndi mætti vinna bug á kveif- arlegum kvenlíkamanum, sem kveinkaði sér og kveið fyrir líkamlegum kvölum og pínslum; en sífellt herti tak hans fastara að henni, og hún fann steinharða vöðva hans þrýstast að herðum sér og berum hálsi eins og til að minna hana á hinn ægilega mátt, sem lá bundinn við hlið hennar. Hún leit hægt upp og horfði á hann. Svipur hans var óbreyttur. Sama ógn- andi hrukkan á milli augnanna og sama harkan í augnaráðinu, og grimmdarlegir drættir munnsins komu enn skýrar í ljós. Meir en nokkru sinni áður líktist hann nú tígris þeim, er hún hafði líkt honum við áður- Hótanir hans voru ekki orðin tóm — þær voru römm og ægileg alvara. „Þér ættuð heldur að drepa mig“, sagði hún raunalega. „Það væri eins og að viðurkenna sinn eiginn vanmátt,“ svaraði hann kuldalega. „Ég drep ekki hest, fyrr en útséð er um, að hann verði ekki taminn. Og fyrir því hefi ég ennþá enga sönnun með þig. Ég get tamið þig — og ég vil það. En það ert þú, sem verður að velja — og það í kvöld — hvort þú viljir hlýða mér af frjálsum vilja, eða ég verði að neyða þig til þess. Ég hefi verið mög þolinmóður, þegar litið er á, hvernig ég í rauninni er“, bætti hamr við og brá fyrir einkennilegu brosi á and- liti hans. „En nú er þolinmæði minni lok- ið. Veldu nú fljótt!“ Hægt og jafnt þrýsti hann henni fastar og fastar upp að sér, unz armar hans voru eins og ósveigjanle'g járnbönd utan um hana. — Hún gerði hina síðustu örvita tilraun til að losa sig, en svo fanst henni hún sjá á milli sín og breiðu bringunnar fyrir framan sig hest- inn, með hangandi höfuð, nötrandi af angist og ótta, með blóðuga froðu velt- andi út úr sundurrifnum munninum, al- gerlega bugaðan eftir hina ógurlegu refs- ingu- Hún fann allt í einu til svima. Hún reikaði á fótunum og hneig hægt upp að manninum, sem hélt henni. Líkamleg angist hafði orðið yfirsterkari — hún ork- aði ekki meiru. „Ég skal hlýða yður“, hvíslaði hún þunglega. Hann tók fingrunum utan um höku hennar og sneri höfði hennar að sér og starði fast og djúpt í augu henni, svo að henni fannst, að hann hlyti að sjá til botns í sál hennar. Hótunarsvipurinn hvarf af andliti hans, en augnaráð hans var jafn tryllingslegt og brennandi. „Gott!“ sagði hann loksins stuttur í spuna. „Þú ert skynsöm", bætti hann við með alvöruþunga; svo beygði hann höfuð hennar enn meira aftur á bak og laut of- an yfir hana, unz varir hans snertu nærri því munn hennar. Ósjálfrátt fór hrollur um hana, og hún leit á hann kvíðafullum bænaraugum. „Er það svo slæmt? Hat- arðu svo kossa mína?“ sagði hann og brosti kaldhæðnislega. Hún reyndi að verjast því að gráta. „Þú ert að minnsta kosti ærleg, þó að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.