Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Blaðsíða 39
SÆVOFAN 85 Stormurinn hafði heldur aukist, og það hvein óheillavænlega í reiðanum. Skipið stakk stefninu aftur og aftur á kaf í hin- • ar grænu, hvítfreyðandi bylgjur, sem sendu ískalt löðrið alla leið upp á stjórn- pall. En þar stóð skipstjóri og annar stýrimaður og störðu ýmist út í myrkrið eða þá á áttavitann, og þótt tveir menn væru við stýrishjólið, áttu þeir fullt í fangi með að halda skipinu í réttri stefnu. Veðurgnýrinn var svo mikill, að varla heyrðust fyrirskipanir skipstjóra, hve hátt sem hann hrópaði. Stundum nötraði skipið stafanna milli, þegar skrúfan sleppt’ sjónum og þyrlaðist í lausu lofti. „Hann hefir hert veðrið“, sagði stýri- maður. „Hvernig er stefnan?“ „Suðaustur, tvö strik; til suðurs“, svar- aði skipstjóri. „Það gengur hægt og vinnst lítið á móti slíkum sjó, tæpa 5 hnúta,:|:) og höfum við þá fulla ferð“. Hinriksen hrissti höfuðið. „En ég er hræddur um, að við náum ekki heim eins snemma og þú varst að búast við, skip- stjóri“, sagði hann. „En far þú niður, Andersen, og fáðu þér eitthvað volgt og leggðu þig út af um stund. Það getur vel farið svo, að við í nótt þurfum á öllu okk- ar að halda“. Andersen hneigði sig og flýtti sér nið- ur. Skipstjórinn gekk nokkrum sinrium fram og aftur um stjórnpallinn og stað- næmdist síðan við hlið stýrimannsins. „Það er undarlegt“, mælti hann, „en það leggst einhvernveginn. svo fastlega í mig, að eitthvað muni koma fyrir okkur í kvöld. Finnst þér það ekki líka?“ „Jú“, svaraði stýrimaður, „en líklega er það nú mest vegna þess, að þú ert að hugsa um hvaða kvöld er í kvöld og að vonast er eftir þér heim“. „Já, það getur nú vel verið“, sagði skip- stjóri, „að það sé þess vegna, einkanlega *) 1 Hnútui' (Knob) samsvarar 1 sjómílu. sökum þess, að drengurinn er með. Ég veit líka, að hann langar heim til móður sinnar í kvöld“. „Auðvitað. Það var eflaust alveg eins með okkur, þegar við fórum okkar fyrstu ferð“, sagði stýrimaður. „En ef ekki verð- ur ís á sundinu, þá ættum við að ná heim einhvern tíma á morgun. •—■ Enginn von- ast eftir mér“, bætti hann við angurvær. Helmar skipstjóri gaf honum hornauga. „Komdu heim með mér og fáðu þér bita af jólagæsinni með okkur og volgan sopa á eftir. Okkur veitir ekki af því eftir þessa ferð“. Áður en Hinriksen fengi ráðrúm til ið svara, kom svo hörð vindhviða, að þeir áttu fullt í fangi með að ráða sér. Ógur- legur sjór braut yfir skipið, og löðrið þeyttist framan í þá á stjórnpallinum. „Farðu og gáðu að, hvort nokkuð hefir brotnað, Hinriksen“, sagði skipstjóri. Sjálfur beindi hann allri athygli sinni að stjórn og stefnu skipsins. Þá kvað við allt í einu sterk og voldug rödd: „Stýrið í vestur!“ „Hví í dauðanum ætti ég að stýra í vestur?“ spurði skipstjórinn undrandi og leit spurnaraugum á stýrimann, sem hafði stanzað í miðjum stiganum og horfði nú óttasleginn á skipstjóra. „Það var ekki ég, sem sagði það“, svar- aði Hinriksen. „Svo-o, hver var það þá?“ sagði skip- stjóri önugur. „Eitt strik nær suðri!“ „Stýrið í vestur!“ Aftur kvað við sama röddin, voldug og sterk, gegnum veður- gnýinn. „Sjáðu! Sjáðu!“ hrópaði stýrimaðurinn og benti upp í reiðann. „Guð sé oss næst- ur! Þarna er Sævofan komin!“ Skipstjórinn leit þangað, sem hann benti, og hrökk við um leið. Uppi í reiðanum sat hræðileg vera, og sló um hana daufum fosfor-grænum bjarma. Hún var í olíufötum með sjóhatt á höfði, en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.