Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Qupperneq 45
BOKMENNTIR.
Gráskinna I—IV.
Útgefendur Sigurður Nordal og
Þórbergur Þórðarson. Bókaverzl-
un Þorsteins M. Jónssonar. Akur-
eyri 1928—1936.
Á undanförnum árum hefir allmikið
verið prentað af þjóðsagnasöfnum- Ég
minnist í svipinn Rauðskinnu, Gráskinnu,
Grímu, Vestfirzkra sagna og sagna af
Snæfellsnesi af hinum yngri sögnum,
þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar, Olafs
Davíðssonar og endurprentunar á þjóð-
sögum Jóns Árnasonar af hinum eldri
söfnum. Auk þessara eru mörg söfn
smærri, og ýmis rit í svipuðum stíl, sagna-
þættir og endurminningar. Allt þetta ber
því ljóst vitni, að þjóðin er sólgin í þjóð-
sagnir nú sem fyrri, og er það sízt að
lasta. Hinsvegar hlýtur sú spurning að
vakna, hvort ekki sé of mikið sett á mark-
aðinn af þessari tegund bókmennta, hvort
ekki sé farið að ganga of nærri efninu og
í þessa útgáfu sé komin „spekulation“. Þ.
e. útgefendurnir farnir að nota sér þá
tízkuöldu, sem virðist ganga yfir með
kaup og lestur þjóðsagna.
Þjóðsagnir eru sérstæðar bókmenntir.
Naumlega verður sagt um nokkra bók-
menntagrein, að hún sé jafngreinilega
sprottin frá hjartarótum íslenzku þjóðar-
innar. Söguefnin eru margvísleg, en öll
eiga þau rót sína að rekja til einhverra
atburða daglega lífsins, eða þátta í skap-
höfn, hugsanaferli eða trú alþýðunnar,
sem mótast hafa í sambúð hennar við
landið og náttúru þess. Oft eru sagnaefn-
in að vísu rýr, en slingur sögumaður hef-
ir megnað að blása í þau þeim lífsanda,
að sagan geymist, en gleymist ekki þeim,
er hana heyrðu. Hver þjóðsaga opnar of-
urlitla geil, til að skyggnast inn um í líf
og hugsunarhátt alþýðunnar.
Ef vér litumst um í hinum nýrri þjóð-
sagnasöfnum, og jafnvel hinum eldri líka,
þá rekumst við þar á fjölda sagna, sem
varla geta kallast þjóðsagnir. Þær eru
um fyrirbwði, sýnir, heyrnir, hug'ooð,
drauma eða einhverskonar dulskynjamr,
sem ekki verða skýrðar með hinum
vanalega skilningi vorum á hlutum þeim,
er kringum oss eru. Margt þessara sagna
á heima í viðfangsefnum sálarrannsókn-
armanna, en verða fyrst eiginlegar þjóð-
sagnir, þegar fjarlægðin hefir vafið þær
nýjum reifum, aukið við og fellt niður, til
þess að gera allt sem sögulegast. Um það
má ætíð deila, hvort þjóðsagnasöfnin
skuli flytja margt af slíkum nútíma sög-
um, en ég fyrir mitt leyti kysi þær held-
ur á brott úr þeim. Þessar sagnir eru
góðar á sína vísu, en þær eiga naumlega
heima í þjóðsögum. Þá hefir það einnig
orðið tízka sumra safnanda að blanda
sögurnar meira eða minna sögufróðleik
um ártöl og ættir, eftir kirkjubókum og'
öðrum heimildum. Þetta er ágætt, þegar
semja á sannsögulega þætti, en í þjóðsög-
unni sjálfri á það ekki heima- Hún verðui
svo bezt sögð, að þar renni frásagnar-
straumur sögumannsins ómengaður og
sem minnst breyttur. Margir skrásetjarar
hafa spillt góðum söguefnum með því að
endursegja þær sjálfir. En þótt margir
geti skrásett sögu, er hitt á fárra færi að
segja sögu, svo að vel fari. En þá er þjóð-
sagan jafnan bezt, er hún birtist í einfald-
leik íslenzks alþýðumáls óblandin fræði-
legum fleygum og lærðra manna máli.
Fyrir þessum atriðum hefir próf. Sig-
urður Nordal gert ljósa grein í formála
Gráskinnu. Formáli sá er ritaður bæði af
smekkvísi og skilningi á eðli þjóðsagn-
anna, eins og vænta mátti af höfundi
hans. Hygg ég að allir skrásetjendur þjóð-
12*