Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Síða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Síða 47
BÓKMENNTIR 93 um „Skiptapann á Hjallasandi“ kemur og greinilega fram sá þáttur í dulvísi íslend- inga, sem einna sízt verða brigður á bom- ar, draumspeki og fyrirboðasýnir. Dæmi þeirra hluta eru kunn í íslenzkum fræð- um frá öndverðu, og flytur þessi saga ekki ómerkastar heimildir í því efni. Merkar sögur og fullar af kyngikrafti og forneskju og frábærlega vel sagðar eru „Vélstjórinn frá Aberdeen“ í 2. h. og „Bæjadraugurinn11 í 4. h. Fáir munu lesa þær án þess þeim renni kalt vatn milli skinns og hörunds, og svo er atburðunum lýst, að þeir gleymast eigi fljótt þeim, er ' lesa, annars væri Bæjadraugurinn efni í sérstaka ritgerð. Ymsar fleiri sögur væri vert að nefna, ■en þetta er þegar orðið lengra mál en ég ætlaðist til í fyrstu. Ég vil að endingu geta þess um Gráskinnu sem heild, að hún er eitt hið eigulegasta íslenzkra þjóð- sagnasafna, fjölbreytt að efni og frásögn, er þar leikið á alla strengi, frá græsku- lausu gamni til kuldahrolls og skelfingar við ókennd dularöfl. Frágangur er hinn snotrasti. Sigurður Nordal getur þess i niðurlagi formálans, að „enn hafi þeir fé- lagar margar ágætar, óprentaðar sögur, undir höndum“. Margir munu óska þess, að þær sögur birtist áður en langur tími líður. Er vonandi að Gráskinna hafi þeg- ar aflað sér þeirra vinsælda, að framhald hennar megi birtast á næstu árum. Það væri áreiðanlega fagnaðarefni öllum unn- endum íslenzkra þjóðsagna. Akureyri 18. april 1938. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Frá Vestur-íslendingum. Það er allt of sjaldan, sem vér íslend- ingar hér heima gefum gaum að bók- menntum landa vorra fvrir vestan haf, °g ætla ég að sumum sé það ekki fylli- lega ljóst, hversu mikinn og góðan skerf þeir hafa lagt til íslenzkra bókmennta yf- irleitt, eins örðug skilyrði eins og þeir eiga þó við að stríða að þessu leyti. Því það, að koma með tvær hendur tómar að lítt numdu landi og verða þar.að heyja hina hörðu baráttu frumbýlingsins fyr ir brýnustu nauðsynjum lífsins gefur fáar tómstundir til andlegrar iðju. Og þegar þar við bætist, að áhrif erlendrar og framandi menningar streyma yfir inn- flytjandann úr öllum áttum, þá er hætt við, að allt hið nýja taki hugann eigi að- eins fanginn heldur drepi honum einnig á dreif, svo að sjaldnar verði gripið til bleksins og pennans, en í fásinninu heima, þar sem þjóðin hefir setið í þúsund ár yfir litlu öðru en æfintýra-höllum drauma sinna. En samt sem áður hefir reynslan orðið sú, að þegar gáfuð þjóð ílyzt í nýtt um- hverfi, þá þverr siður en ekki hið and- lega atgervi fremur en önnur atorka og framkvæmdaþrek, heldur blómgast þetta og ber nýja ávexti, líkt og þegar kraft- mikil jurt er flutt að vatnslindum. Þann- ig reyndist þetta á vorleysingatímum vík- ingaaldarinnar, þegar forfeður vorir flutt- ust hingað norður og þannig hefir það reynzt, er íslendingar fluttust héðan að heiman inn á víðerni Vesturálfu. Penninn hefir verið landanum þar hendi fylginn engu síður en plógurinn og rekan, og má það teljast undur hversu miklu þeir hafa afkastað að þessu leyti hinn síðasta mannsaldur, sem þeir hafa dvalið vestra. Þeim, sem kynnu að vilja kynna sér þetta nánar, má benda á ágæta ritgerð: „Bókmenntaiðja íslendinga í Vesturheimi“ eftir prófessor Richard Beck, sem birtist í Eimreiðinni, jan—marz 1928, sömuleið- is ritgerð dr. Rögnvalds Péturssonar um „Þjóðræknissamtök íslendinga í Vestur- heimi“ í tímariti Þjóðræknisfélagsins og loks bók Þorsteins Þ. Þorsteinssonar:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.