Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1939, Page 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR augun — allt sem hún meinti. „Svívirði- legt!“ skyldi hún segja — „af því að ég var úti —En svo brast þetta allt saman fyrir henni. Já, auðvitað — hún hafði alltaf verið úti og aldrei heima. — Og hún minntist þess nú, í öll þau skifti, sem Erlingur hafði beðið hana um að vera nú ofurlítið heima í stað þess að vera alltaf á hlaupum úti — beðið hana að hugsa líka dálítið um störf hans — og, — o — nei, sökin var víst hennar megin. Og Hilda studdi höfðinu upp að trjástofni og hágrét og sleppti sér alveg í sorg sinni. Hún skyldi gjarnan deyja, það skyldi hún gera — og svo gætu þau hin fengið hvort annað. — Og hún var svo óham- ingjusöm — til hvers ætti hún þá að lifa. — Hún gekk aftur niður að Karl Jóhann. Ljós bílanna, sem komu brunandi upp eftir, seiddu hana til sín niður eítir. Hún gekk eins og í óráði. Bílarnir já. — Lenda undir bíl — já það gæti dugað. Þarna kom stór bíll. Hún starði á ljósin. Nú kom hann - nú - nú. Bíllinn rak upp langt sker- andi ýlfur — og Hilda steig eldsnöggt til hliðar — en bílstjórinn sendi kröftugt blótsyrði á eftir henni. „Nú hefði allt getað verið búið“, hugsaði Hilda og horfði angurvær á eftir bílnum. En það var nóg af bílum. Hún sá eins og í draumi fólkið á gangstéttunum og björtu og vel-lýstu verzlanirnar. Hún starði á móti næsta bíl. Ákafur blástur — ýskur í þrautpíndum hemlum — hávær hróp og köll. Hún vildi samt ekki láta aka á sig — vildi ekki deyja. En það var, eins og að ljósin þau arna dáleiddu hana. — Hún reyndi í ör- væntingar-æði að komast undan. Hrasaði og myndi hafa dottið, ef sterk hönd hefði ekki allt í einu kippt henni undan. „En eruð þér þá bæði sjónlaus og heyrnarlaus?11 hrópaði björgunarmaður hennar og tók utan um herðar henni til þess að styðja hana. Þessi hugulsama hjálpfýsi andmælti þó gremjunni í mál- rómnum. — Hún þekkti málróminn og; leit upp. „Þér!“ sagði hann forviða. „Æ, doktor Kaas — farið þér eitthvað með mig. — Alveg sama hvert“, sagði hún í bænarróm og tók dauðahaldi í handlegg hans. „Komið þér“, sagði hann aðeins — og leiddi hana að bíl, sem hann hafði stöðv- að með bendingu. Hún seig grátandi niður í hornið á bíl- sætinu. „Hvert ætlið þér að fara?“ spurði hann. „Veit ekki“. „Akið til og frá — eins og yður sýnist — þangað til ég segi til“, sagði dr. Kaas við bílstjórann. Svo steig hann upp á bílinn — settist. niður og tók hönd hennar. Hann mælti ekki orð. Hélt aðeins fast. um hönd hennar. Hilda grét í sífellu. Það skar hann í' hjarta að heyra hana gráta svona sárt. En hann spurði hana einkis, þó að hann dauðlangaði til að vita, í hverju sorg hennar væri fólgin, svo að auðveldara væri að hjálpa henni. Hún myndi segja það sjálf, ef hún vildi, að hann vissi það. Smámsaman varð grátur Hildu hægari og hægari. Hún þurrkaði af sér tárin með lausu hendinni og tók tvö-þrjú andköf af ekka — svo sneri hún höfðinu ofurlít- ið að dr. Kaas og hvíslaði: „Þakk“. „Ekkert að þakka“, sagði hann hlýlegæ „jæja — ætlið þér nú að fara heim?“ „Ég ætti líklega að gera það, en — æ dr. Kaas — látið þér mig bara fara út úr hérna, svo get ég gengið heim. Og fyrir- gefið þér — ég hefi víst —“ Tárin tóku að hrynja á ný. „Ég hefi nokkrar sjúkravitjanir — ég' get farið í þær — svo bíðið þér hér á. meðan — viljið þér það ekki? Maður má.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.