Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 6
N. Kv. Halldór Stefánsson: Saga Möðrudals á Efra-Fjalli. (Niðurlag). TJtaníarir. Tvisvar á búskaparárum sínum fór Stefán utan til annarra landa og hafði einnig farið utan áður en hann hóf búskap sem fyrr segir. Fyrri förina fór hann til Noregs og Dan- merkur; það var árið 1898, þegar fisk- veiðasýningin var í Bergen. Var Stefán á sýningunni, en ferðaðist einnig til Dan- merkur, og mun þá hafa tekið vel eftir búnaðarháttum. Hann kom þá heim með hestahrífu og heyskurðarvél og fleiri vélar til búþæginda. Síðari förina fór hann til Vesturheims; það var árið 1905. Hann mun hafa ætlað að hafa þar lengri dvöl en raun varð á. Fékk hann Jóni syni sínum, er þá var far- inn að búa í Víðidal, ábúð á nokkmm hluta jarðarinnar í hendur til 5 ára, en kom aftur að ári liðnu. Lét Jón þegar af hendi ábúð sína, en fékk sér aðrar staðfest- ur þangað til Víðidalur losnaði úr ábúð, er hann hafði einnig byggt til 5 ára. I för sinni til Vesturheims ferðaðist Stefán um flestar byggðir íslendinga í Kanada. Banadægur. — Börn. Stefán í Möðrudal andaðist 3. febrúar 1916, en Arnfríður 17. ágúst rúmi ári síð- ar. Þau höfðu eignazt 8 böm alls; tvö dóu í æsku, en 6 komust til þroska: 1. Aðalbjörg, g. Jóni Helgasyni prentsm.- stj., Rvík. 2. Sigurður, fór til Vesturheims. 3. Jón Aðalsteinn. 4. Einar. 5. María. 6. Hróðný. Fjögra hinna síðasttöldu verður enn getið. Utan hjónabands átti Stefán tvö böm: Hauk listmálara; móðir hans hét Anna Guðmundsdóttir og fór til Vesturheims; Guðlaugu; hennar móðir var Þómnn Mar- teinsdóttir. Ábúðin 1916—1919. Vorið eftir dauða Stefáns gekk ábúðin til Einars sonar hans. Næsta vor kom til búlags með honum Sigurður mágur hans Haraldsson, er var kvæntur Hróðnýju systur hans, og enn ári síðar kom til bú- lags með þeim Páll Vigfússon, er kvæntur var Maríu systur Einars. Á þessum árum byggðu þeir mágar steinhús í stað baðstofunnar gömlu. Jón A. Steíánsson og Þórunn V ilhjálmsdóttir. Vorið 1919 keypti Jón Aðalsteinn Stefánsson (f. 22/2 1880 að Ljósavatni) % hluta jarðarinnar og fluttist þangað frá Víðidal; þeir mágar, Einar og Páll, tóku aftur ábúð í Víðidal, en Sigurður hafði ábúð í Möðrudal í nokkur ár með Jóni og fluttist búferlum að Rangalóni, er hann fór þaðan. Kaupverð % hluta jarðarinnar var 30. þús. krónur. Kona Jóns er Þórunn Guðríður BjÖrg Vilhjálmsdóttir Oddsen alþm. og bónda á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.