Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Síða 18
(H FRJÁLSIR MENN N. Kv. væri íangi til morguns. Hann væri ekki sá maður, að hann verðskuldaði að vera frjáls. Borgarstjórinn sýndi honum mikla og verðskuldaða fyrirlitningu, bæði í orð- um og gjörðum, áður en hann fór, og lok- aði klefanum aftur á eftir sér á sama hátt og áður. Hann læsti þennan náunga inni. Eða var ekki svo? — Jú, sagði spörvaskyttan harla lúpu- lega. — Hann var harður í horn að taka. — Og þér sjálfur? spurði ég bóndann. — Það er auðvitað allt annað mál, eins og þér skiljið. Eg sagði yður, hvernig ég þjösnaðist um allt þorpið heima, til þess að leita að þjófnum, og síðan hvernig ég æddi hingað á eftir honum. Þér ættuð að skilja, að ég var blátt áfram orðinn dauð- þreyttur. Og auk þess harmþrunginn.... Og svo var það næturkuldinn .... Hvern- ig átti ég að komast heim? .... Eða þá að liggja úti? Eg ákvað því að biðja borgar- stjórann um gistingu. — Þetta er allt, sem um það mál er að segja: Eg er saklaus og frjáls maður. Eg fór loks að komast til botns í þessu öllu saman. Eg lokaði augunum og ætlaði að fá mér blund. Báðir grannir mínir, bóndinn og spörvaskyttan, lögðust til svefns. En áður en við vorum allir sofnað- ir, heyrði eg bóndann segja eins og við sjálfan sig: — Ó, nei, nei! Eg er frjáls maður. Eng- inn neyðir mig til þess að vera hér. Eg get farið héðan, þegar opnað er. Og öldungurinn svaraði: — Svo er nú það. Manni verður svo þungt um hjartað, þegar maður- er ekki lengur frjáls ferða sinna, og eins þótt það sé aðeins um nætursakir. Frelsið er bless- uð guðs gjöf. Maður finnur fremur til þess, en að maður eigi það nú beinlínis sjálfur. Svo varð löng þögn. Svefninn kom og lokaði þreyttum augum okkar allra. Jóhann Frímann, þýddi og endursagði. JÓN EIRÍKSSON: KVÆÐI. LÓU-VÍSUR. Ort 1935. Var Jón þá búinn að missa sjónina. Inni í skóg og út um mó yndi nóg er vakið. Ekkert bjó mér unun þó eins og lóu-kvakið. Enn þá geymir muni minn margs kyns ljóð og sögur, líka sæta sönginn þinn sumarkvöldin fögur. Þennan kæra unaðs óð, sem ekki er mönnum laginn, sjafnarmál og sólarljóð syngurðu allan daginn. Þú hefir löngum sungið sætt með sumarröddu þinni. Þú hefir ástarelda glætt innst í sálu minni. Því skal mæra minning þín mér í huga geyma, og aldrei litla lóan mín ljóðunum þínum gleyma. Þegar legst ég síðsta sinn á svarta moldardínu, syngdu ástaróðinn þinn yfir beði mínu. VÍSA. Höfundur kom til dótturdóttur sinnar- Stóð þá svo á að það var afmæli sonar hennar og bað hún hann að yrkja afmælis' vísu. Meðan hann drakk kaffið mælti hann fram vísu þessa til Harðar. Dafni þrek og dugur þinn dyggð og vizkan sanna, Hljóttu litli Hörður minn hylli guðs og manna.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.