Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 19
N. Kv. C. Krause: Dætur frumskógarins. Saga frá Mexíko. Guðmundur Frímann þýddi. (Framhald). Þeir höfðu aðeins farið stuttan spöl, Þegar Zurdo byrjaði að barma sér sáran. Nann komst til meðvitundar og starði skelfdum augum á Gomez. ),Vesalingurinn!“ sagði Gomez. „Þessir kölvuðu rauðskinnar hafa leikið þig grátt. við höfum þegar endurgoldið þeim að u°kkru og sent tvo af böðlum þínum til heljar“. „Djöfuls kvalir!“ stundi Zurdo. „Það er eins og kynntur sé hægur eldur á höfði ltllnu, og þorstinn er hræðilegur. „Gefðu honum að drekka“, mælti ailderas og rétti Gomez vínflösku, sem ^erið hafði í hnakktösku Don Jaime. onaez lét nokkra dropa drjúpa á varir lns særða manns og lofaði honum síðan að súpa á flöskunni. „Gefðu mér meira“, mælti hann, þegar °mez ætlaði að taka af honum flöskuna. „Ekki fyrr en þú hefir gefið okkur nán- UPP^ýsingar um það, sem við hefir bor- > mælti Banderas. ”SPyrjið þá!“ „Hefir þú séð fleiri indíána í skóginum en þessa þrjá, sem réðust á þig?“ „Skógurinn er fullur af þeim. Flýtið ^Ur á brott héðan, annars verðið þið Svarðflettir eins og eg“. Handeras náfölnaði. . ”^a er hacíendan nú þegar umkringd af moíánum?11 „Vafalaust. Sennilega hafa rauðskinn- lr S«rt tilraun til árásar“. „Hvernig komst þú hingað?“ spurði Gomez, en hershöfðinginn bætti við: „Og hvernig stendur á blóðbaðinu í Kirkju- hellinum?" „Við Santuscho sóttum lík Don Rodri- ques þangað, sem við höfðum falið það, og fluttum það á ösnu til Kirkjuhellisins, eins og ákveðið var. Sex apacha-indíánar biðu okkar þar. Þrumuveðrið var þá skoll- ið á, og við bjarmann af eldingunum sá eg, að Santuscho gaf indíánunum merki á laun, en þegar hann sá, að eg hafði veitt því eftirtekt, réðist hann á mig, setti rýt- ing fyrir brjóst mér og mælti ógnandi: „Annað hvort þegir þú, eða þér er dauð- inn vís“. „Um hvað á eg að þegja?“ spurði eg. „í nótt verð ég frjáls maður. í nótt verður yfirdrottnun hvítra manna í þess- um hluta landsins lokið. Kynbornir apacha-indíánar, sem átt hafa landið frá ómunatíð, munu hrinda af sér oki yfir- gangs og þrælkunar yfir hinum fornu veiðilendum sínum. Allir hvítir menn skulu verða brytjaðir niður. Engum verð- ur hlíft. íbúa hacíendunnar bíða sömu ör- lög. Gomez og Banderas, sem hingað koma í nótt, verða fyrstu fórnardýr á blótstalli hefndarinnar. Þú einn átt þess kost að halda lífi, svo fremi að þú gangir í lið með okkur“. Eg átti ekki annars úrkosta og svaraði þess vegna: „Eg geng að því“. „Ertu viðbúinn að sverja okkur hollustu- eiða við guð krossins?“ — Er eg hafði gert það, fóru þeir með mig inn í hellinn. Við 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.