Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 20
(i6
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
endann á göngum þeim, sem liggja inn í
Gimsteinadalinn, bjuggum við um okkur
og biðum þess, sem verða vildi. Allt í einu
heyrðum við dimmt hljóð innan úr göng-
unum. Indíánarnir bjuggust þegar til varn-
ar og einn þeirra dró hníf úr slíðrum.og
hvarf inn í göngin. Andartaki síðar heyrð-
um við eitthvað detta þar inni, en síðan
ekkert. Það er ekki að orðlengja það, að
þeir félagar — sjö að tölu —r'hurfu hver
af öðrum inn í görigin og komu ekki aftur.
Þegar sá síðasti, Santuscho, var farinn,
heyrði eg sagt þrumandi röddu, svo undir
tók í hellishvelfingunni: „Allir sjö“. Lam-
aður af ofboðslegri skelfingu þreif eg tjöru-
kyndil og hentist út úr hellinum. Þegar eg
kom út, fleygði eg kyndlinum frá mér og
tók á rás út á grassléttuna. Óttinn við, að
Blóðsugan kynni að vera á hælum mér, rak
mig áfram, þangað til eg náði frumskógin-
um. Eg var þó aðeins skammt kominn inn
í hann, þegar eg heyrði mannamál rétt hjá
mér. Mér varð strax ljóst, að indíánar voru
þar á ferð, og minntist þess, sem Santuscho
hafði sagt mér um áform Apacha-indíán-
anna, að þeir hefðu hafið styrjöld gegn
hvítum mönnum í þessum héruðum lands-
ins. Eg gerði tilraun til að komast undan,
en varð þess strax var, að eg var umkringd-
ur. Mér var engrar undankomu auðið. Þrír
risavaxnir indíánar ruddust fram úr skóg-
inum, gripu mig höndum og svarðflettu
mig, án þess eg gæti borið hönd fyrir höfuð
mér til varnar. Hvað síðar gerist vitið
þið“.
Zurdo var erfitt um mál. Hann hafði
sýnilega þegar fengið mikinn sótthita og
Gomez reyndi að væta varir hans annað
slagið, þótt geyst væri farið. Nú mátti
greinilega heyra niðinn í Coloradofljótinu
úr nokkrum fjarska. Jarðvegurinn varð
stöðugt gljúpari og gljúpari og skógurinn
þéttari. Og að lokum varð lágskógurinn
svo ógreiðfær, að þeir urðu að ryðja sér
braut með sverðum sínum.
Þessi hluti frumskógarins virtist tilval-
inn til launsátra og árása, enda bar svipur
þeirra félaga þess órækan vott, að þeir
hræddust umhverfið. Ótti þeirra var held-
ur ekki ástæðulaus, því að skammt á eftir
þeim fór hópur indíána undir leiðsögn
þess félaga síns, er sloppið hafði úr hönd-
um Gomezar og hershöfðingjans, er þeim
tókst að frelsa Zurdo undan böðlum sín-
um. Meðfæddur hæfileiki indíánanna til
að rekja spor, og brotnar og afhöggnar
greinar meðfram slóð flóttarriannanna,-
gerði eftirreiðina tiltölulega auðvelda.
Þegar þeir félagar komu að fljótinu,
hafði dregið mjög saman með þeim og
indíánunum.
„Hvað er nú til ráðs?“ mælti Banderas
og horfði út yfir skolgráar öldur fljótsins.
„Við komumst aldrei landleiðina til
haciendunnar. Við verðum að ríða upp
með fljótinu í þeirri von, að við finnum
einhvern af bátum þeim, sem Don Rodri-
quez á hér víðs vegar meðfram fljótinu.
A þann hátt verðum við að reyna að kom-
ast undan“.
„Við ættum að stugga hestunum heim
á leið. Ef indíánar eru á hnotskógi eftir
okkur, tekst okkur ef til vill að afvegaleiða
þá, og gefst okkur þá sjálfum rýmri tímí
til undankomu".
„En Zurdo getur ekki gengið“, mæltí
Gomez og sneri sér að Zurdo, sem bar sig
aumlega.
„Það er leitt“, svaraði Banderas og
hnykklaði brýrnar.
„Þei, þei! Hvað var þetta?“
Lágt ugluvæl rauf sógarþögnina, og
andartaki síðar heyrðist því svarað með
sams konar væli nokkru fjær.
Þessi hljóð hefðu ekki vakið grunsemd
nokkurs þess manns, sem ókunnur var
leyndarmálum frumskóganna, en Gomez,
sem var skilgetinn sonur þeirra, vissi á ölltf
betri skil og þekkti þar þegar hljóðmerki
indiánanna.