Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 28
74
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
Ruben gekk rakleitt að trénu, en rak
upp lágt undrunaróp, þegar hann sá, að
líkið var horfið.
„Þorpararnir hafa nú þegar tekið það
og flutt það í Kirkjuhellinn“, tautaði hann.
Hann lagði lík konunnar inn í tréið og
huldi það pílviðarkvistum.
„Hvíldu hér“, mælti hann, „þar sem
hvílustaður eiginmanns þíns var fyrir
stundu síðan. Eg mun gera allt, sem í mínu
valdi stendur, til þess að þú fáir að síðustu
Iegstað við hlið þess manns, er elskaði þig
svo óendanlega heitt“.
. Að svo mæltu hélt hann sömu leið til
baka, niður að Coloradofljótinu. Báturinn
var kyrr á sama stað.
Umferðasalinn tók hundinn með sér og
steig út í bátinn. Fangalínuna tók hann til
'sín, ýtti bátnum frá landi og settist undir
árar.
Meðan þessu fór fram, hafði myrk
þrumuský dregið upp á himininn. Snöggir
vindbyljir ýfðu vatnið, og gjálpið í öldum
fljótsins varð háværara og háværara.
„Við fáum versta veður, félagi“, mælti
hann við Kosta, sem sperrti eyrun og
skimaði flóttalega út yfir fljótið.
Eftir að Ruben hafði róið langa stund
upp fljótið, móti öldu og straumi, lagði
hann bátnum að ströndinni, þar sem hún
var mjög klettótt og eyðileg. Skuggaleg
hrikabjörg með gjám og sprungum, risu
þverhnípt upp frá fljótsbakkanum. Ein
gjáin náði alveg frá bakkanum og svo
langt sem séð varð inn á milli hamranna.
í mynni hennar steig Ruben í land ásamt
hundinum. Bátinn dró hann upp á
klettana og inn í gjána. I skúta, annars
vegar í gjánni, kom hann honum fyrir, þar
sem hann varð ekki séður frá fljótinu.
Síðan hélt hann með gætni för sinni
áfram inn í gjána. Nýfundnalandshundur-
inn hljóp snuðrandi á undan honum og
hafði gætur á öllu.
Óveðrið var nú skollið á og nætur-
myrkrið breiddist óðfluga yfir þetta trölla-
lega umhverfi. Klettar og björg tóku á sig
hinar geigvænlegustu kynjamyndir. —
Þrumurnar dundu í sífellu og eldinga-
bjarminn varpaði öðru hvoru uggvænu
skini yfir gjána.
„Eg verð að komast í Kirkjuhellinn“,
tautaði Ruben við sjálfan sig. „Að vísu er
sagt, að Blóðsugan sé á ferli þar um slóðir,
en vonandi gerir hún mér ekki neitt“.
Hann brosti kynlega við síðustu orðin.
Allt í einu var eins og hundurinn yrði
var við eitthvað grunsamlegt, því að hann
kom til húsbónda síns og flaðraði hræðslu-
lega upp um hann, án þess þó að láta noíck-
urt hljóð til sín heyrast.
Ruben stanzaði og rýndi inn í myrkrið,
en hann sá ekki neitt, nema skuggalega
lögun hamranna á báðar hendur. Rétt í
því, að hann ætlaði að halda af stað, féll
stórt bjarg ofan úr klettunum niður við
fætur hans. Hann hrökk skelfdur til baka
og hnipraði sig upp að hamraveggnum..
I sömu andrá spruttu nokkrir Apacha-
indíánar fram úr fylgsni sínu. Ráku þeir
upp heróp mikið og veifuðu hinum ægi-
legu tomahawöxum sínum.
Umferðasalinn virtist ekki hræðast hina
óvæntu mótstöðumenn. Hann stóð kyrr í
sömu sporum og kallaði til þeirra á
apachamáli: „Kyrrir!“
Indíánarnir, sem voru á að gizka þrjá-
tíu, hikuðu andartak, en þá æpti einn
þeirra:
„Hvers vegna hikið þið? Svarðflettum
þennan hvíta hund!“
Hópurinn færði sig nær, en Ruben gekk
á móti þeim og mælti:
„Eg er Ruben. úrasalinn. Eg hefi bréf frá
höfðingja yðar, Svarta Fálka, sem heimilar
mér rétt til að ferðast óáreittum hvar sem
er meðal þjóðflokks yðar“.
Rauðskinriarnir staðnæmdust.
„Þú ert þá ékki Járnhönd, maðurinn
með eldpípuna?"