Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 29
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÖGARINS 75 „Sérðu nokkra eldpípu?11 spurði Ruben. „Eg er sá, sem eg segist.vera, og Ruben úrasali skrökvar aldrei." , Þetta svar virtist falla indíánunum vel 1 geð. Þeir báru ráð sín saman nokkra stund, án þess þó að hafa augun af úrasal- anum. Þá mælti sá, er haft hafði orð fyrir Þeim: „Allir kynþættir vorir eiga sameiginlega 1 hernaði við hina hvítu menn. Þau leyfis- hréf, sem gefin voru út á friðartímum, &úda ekki lengur. Þú verður að deyja eins °g aðrir hvítir menn“. »Yður mun ekki takast þau áform svo auðveldlega“, svaraði Ruben hæðnislega. „Að vísu er eg kvekari og úthelli ekki blóði n°kkurs manns, en eg hræðist yður ekki. ^erndarvættur mín, sem hefst við á þess- Urn slóðum, mun hefna þess grimmilega, ef skert verður nokkuð hár á höfði mínu. ekkið þið blóðsuguna?“ Hrollur virtist fara um indíánana við JÞessi orð. Þeir hörfuðu ósjálfrátt til baka. u ótti þeirra varði aðeins skamina stund. a uiælti sá sami áður: „Blóðsugan er skræfa, sem drepur Pacha-indíánana í svefni og þolir ekki að sJa dagsins ljós. Sjö af bræðrum vorum eru í Kirkjuhellinum; ef Blóðsugan ger- r tilraun til að vinna þeim mein, munu e*r geta ráðið niðurlögum hennar. Þeir ^Unu flytja hana í böndum til höfuð- °ðva vorra, þar sem konur vorar og börn Jj!Unu svívirða hana 'og kvelja á allan „Hitt mun sönnu nær“, mælti Ruben aðslega> hún muni ráða niðurlögum ^ eirra allra og að þeir missi höfuðleður sín yrir hennar hendi“. „Hvíti hundur!“ æpti indíáninn viti sínu ^ re^1- „Hirfist þú að hæða oss?“ Q S leiftursnöggt hóf hann öxi sína á loft varpa3i henni til úrasalans, sem vék sér til hliðar. Og Ruben lét ekki þar Sltja, heldur tók á rás fram hjá mót- stöðumanni sínum og var horfinn út í myrkrið, áður en indíánarnir höfðu áttað sig. Þegar indíánarnir sáu, hvað skeð var, hófu þeir eftirförina, þrátt fyrir myrkur og vaxandi óveður. Ruben var ljóst, að aðeins flóttinn gat frelsað hann frá bráðum bana, því að gegn þrjátíu blóðþyrstum indíánum var hann lítils megnugur. Hann hélt því áfram flótta sínum, svo.hratt sem honum var auðið. En rauðskinnarnir voru léttir á sér og drógu því smám saman á hann. Mátti því happ teljast, ef honum ætti að auðnast að kom- ast undan, ekki sízt þar sem varningskassi hans tafði för hans að miklum mun. Þegar eltingaleikurinn hafði staðið nokkra stund, sá Ruben smugu inn í hamravegginn og fimlegar en köttur vék hann sér til hliðar og var horfinn sjónum, áður en indíánarnir gátu greint, hvað af honum varð. Það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Það var ekki fyrr en ný elding lýsti upp gjána, að rauðskinnarnir tóku eftir því, að Ruben var horfinn. Þeir ráku upp villi- dýrslegt öskur og hófu æðisgengna leit að honum, sem þó bar engan árangur. Eftir að hafa leitað þannig hálfa klukkustund mælti fyrirliði þeirra: „Þetta hefir ekki verið hvítur maður, heldur illur andi, sem hefir leitt okkur af- vega og villt okkur sýn. Látum okkur snúa við til stöðva vorra“. Skipun fyrirliðans var hlýtt andmæla- laust. En innan úr fylgsnum klettanna heyrðist samtímis tröllslegur hæðnishlát- ur, svo að undir tók í nálægum hömrum. Við atburð þenná sannfærðust indíánarnir, sem eru mjög hjátrúarfullir að eðlisfari, um sannleiksgildi þess, sem umferðasalinn hafði sagt um návist og ægileik Blóðsug- unnar. (Framhald). 10*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.