Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 30
N. Kv.
D. H. Lawrence:
Rugguhesturinn.
Það var einu sinni falleg kona, sem öðl-
ast hafði í vöggugjöf allt, sem til kosta er
talið, og þó var hún alltaf óheppin. Hún
gifti sig af ást, og ástin varð að dufti. Hún
eignaðist snotur börn, og þó fannst henni,
að þeim hefði verið þröngvað upp á sig,
og hún gat ekki elskað þau. Þau horfðu
kuldalega á hana, eins og þau sæu ein-
hverja galla á henni. Og skyndilega fannst
henni, að hún verða að fela einhverja galla
á sjálfri sér. En hvað það var, sem hún
varð að fela, vissi hún ekki. Þegar börnin
voru einhversstaðar nærri, fannst henni
innstu hjartarætur sínar dragast saman og
verða harðar sem steinn. Þetta varð til
þess, að hún á sinn hátt sýndi börnunum
enn meiri blíðu og umhyggjusemi, eins og
henni þætti ákaflega vænt um þau. Eng-
inn nema hún vissi að innst í hjarta henn-
ar var harður, tilfinningarlaus steinn, sem
ekki gat borið ást til neins. Allir aðrir
sögðu um hana: „Hún er svo einstaklega
góð móðir. Henni þykir svo vænt um börn-
in sín“. Enginn nema hún og börnin vissu,
að þannig var það ekki. Þau lásu það í
augum hvers annars.
Börnin voru einn drengur og tvær
stúlkur. Þau bjuggu í skemmtilegu húsi,
með garði fyrir framan. Þau höfðu þag-
mælskt þjónustufólk, og þeim fannst þau
vera hátt hafin yfir alla nágrannana.
Þó að þau lifðu fyrirmannlegu lífi,
fundu þau, að einhver kvíði lá alltaf í loft-
inu á heimilinu. Það var aldrei nóg af pen-
ingum. Móðir þeirra hafði litlar tekjur, og
faðir þeirra hafði litlar tekjur, og það
hrökk hvergi nærri til að lifa því lífi, sem
þau lifðu. Faðirinn var á einhverri skrif-
stofu inni í borginni. Þó að starf hans hefði
mikla framtíðarmöguleika, urðu þessir
framtíðarmöguleikar aldrei að veruleika.
Það var alltaf ,þessi nagandi meðvitund
um skort á peningum, þrátt fyrir fyrir-
mannlega lifnaðarháttu.
Að lokum sagði móðirin: „Eg ætla að
vita hvort eg get ekki gert eitthvað". En
hún vissi ekki hvernig hún átti að byrja.
Hún braut heilann, reyndi hitt og þetta, en
gat ekki fundið neitt, sem var arðvænlegt.
Getuleysið markaði djúpar rákir í andlit
hennar. Börnin hennar voru farin að stálp-
ast, bráðum þyrftu þau að fara að ganga í
skóla. Þau urðu að fá meiri peninga. Lífs-
venjur föðursins voru dýrar, og honum
virtist aldrei ætla að takast að gera neitt,
sem gagn væri í. Og móðurinni, sem hafði
sterka trú á sjálfri sér tókst á engan hátt
betur, og lífsvenjur hennar voru að engu
ódýrari.
Að lokum fór þessi setning eins og
draugur um allt húsið: Það verður að út-
vega meiri peninga! Það verður að útve&a
meiri peninga! Börnin heyrðu hana alltaf
og allstaðar, þó að enginn segði hana upp-
hátt. Þau heyrðu hana á jólunum, þegar
barnaherbergið var fullt af skrautlegum
og dýrum leikföngum. A bak við gljáandi
rugguhestinn, á bak við nýtízku brúðuhús,
hvíslaði rödd: Það verður að útvega meiri
peninga! Það verður að útvega meiri pen-