Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Qupperneq 34
80
RU GGUHESTURINN
N. Kv.
ákvað að fara með frænda sinn á Lincoln-
veðreiðarnar.
..Jæja, góði“, sagði hann. „Eg veðja tutt-
ugu pundum á Mirza, og svo skal eg veðja
fimm pundum fyrir þig, á hvaða hest sem
þú vilt. Hvaða hest viltu?“
„Daffodil, frændi".
. „Nei, ekki fimm pundum“.
„Eg mundi g«ra það, ef eg ætti þau“,
sagði Paul.
„Jæja! Jæja! Eins og þú vilt! Fimm
fyrir mig og fimm fyrir þig!“
Paul hafði aldrei verið á veðreiðum
fyrr, og augu hans loguðu af ákafa. Hann
herpti saman varirnar af eftirvæntingu.
Frakki, sem stóð rétt fyrir framan þá, hafði
veðjað á Lancelot. Hann baðaði út öllum
öngum og hrópaði í æsingu: „Lancelot!
Lancelot!“ með frönsku-hreim í röddinni.
Daffodil varð fyrstur, Lancelot annar
og Mirza þriðji. Paul var rjóður í framan
og augun ljómuðu, en þó var hann merki-
lega rólegur. Frændi hans færði honum
fimm fimm punda seðla: Fjórir á móti ein-
um.
„Hvað á eg að gera við þá þessa!“ hróp-
aði hann. „Eg býst við, að eg eigi fimmtán
hundruð núna, og tuttugu til vara, og svo
þessi tuttugu“.
Oscar frændi horfi á hann stundarkorn.
„Heyrðu mig, Paul“, sagði hann. „Þér er
ekki alvara með þessi fimmtán hundruð
pund, og þennan félagsskap ykkar Bass-
etts, er það?“
„Jú“, sagði Paul. „En þú mátt engum
segja það, frændi. Þú verður að lofa því
upp á æru og trú!“
„Upp á æru og trú, drengur minn; en eg
þarf að tala við Bassett.
„Ef þú vilt, frændi, þá máttu ganga í fé-
lag við okkur Bassett. En þú yrðir að lofa
því upp á æru og trú, að segja ekki nokkr-
um lifandi manni frá því. Við Bassett er-
um heppnir, og það hlýtur að vera heppn-
in líka, af því að þú gafst mér tíu skilding-
ana, sem eg vann fyrst á. . . . “
Oscar frændi fór með Paul og Bassett
inn í Richmond Park dag nokkurn síðdeg-
is, og þar töluðu þeir saman.
„Þannig er mál með vexti“, sagði Bass-
ett, „að Paul var alltaf að biðja mig að
segja sér af veðreiðum, heilar sögur, þér
skiljið. Og hann vildi alltaf fá að vita,
hvort eg hefði unnið eða tapað. Það er
hér um bil eitt ár síðan, að eg veðjaði fyrir
hann fimm skildingum á Blush og Dawn,
og við töpuðum. En það breyttist, þegar
hann fékk tíu skildingana hjá yður; við
veðjuðum þeim á Singhalese. Síðan höfurn.
við að heita má alltaf unnið. Er það ekki
rétt hjá mér Paul?“
„Það er allt í lagi, þegar við erum vissir“,
sagði Paul. „Það er þegar við erum ekki al'
veg vissir, sem við töpum.
„Já — en þá erum við varkárir“, sagði
Bassett.
„En hvenær eruð þið vissir?“ sagði Os'
car frændi brosandi.
„Það er Paul“, sagði Bassett með dular'
fullri og hátíðlegri röddu. „Það er eins og
hann fái það ofan af himnum. Eins og t. d-
Daffodil á Lincolnsveðreiðunum núna-
Það var eins öruggt og amen í kirkju“.
„Veðjaðir þú nokkru á Daffodil?*
spurði Oscar Cresswell.
„Já, eg veðjaði fyrir mig“.
„Og frændi minn?“
Bassett steinþagði og leit á Paul.
„Eg vann tólf hundruð, var það ekld
Bassett. Eg sagði frænda, að eg ætlaði
veðjá þrjú hundruð á Daffodil“.
„Það er rétt“, sagði Bassett og kinkað1
kolli.
„En hvar eru peningarnir?" spurði 0S'
car frændi.
„Eg geymi þá í læstri hirzlu, á öruggulfl
stað. Paul getur fengið þá hvenær seh1
hann vill“.
„Hvað, fimmtán hundruð pund?“