Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 41
FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EÝRARBAKKA 87 N. KV. fellu ef farið var yfir vatnsföll, en leitaði Þó trausts hjá öllum öðrum en mér, sem ■^ér þótti mjög sárt. Fyrstu nóttina gistu þau að Finnsstöð- Urn- Frúin var sárþreytt um kvöldið og varð því hvíldinni fegin. Morguninn eftir var regn og þoka, og varð því skilnaðurinn Vlð vini þeirra, er nú héldu aftur til Eski- fjarðar, enn sárari en ella. Þenna dag kom- Ust þau skammt áleiðis, því að þau teppt- Ust við vatnsfall eitt mikið. Gistu þau í hlöðu á kotbæ einum. Sýslumaður og skrif- ari hans riðu um kvöldið að Eiðum og heirnsóttu þar síra Björn Vigfússon, en ^úin dvaldi hjá börnum sínum, sem léku Ser 1 heyinu, en að henni setti grát vegna otta um framhald ferðarinnar. Baginn eftir var komið bezta veður, og s°ttist þeim þá ferðin greiðlega. Þau fóru Jökulsá á hrörlegri brú og þótti þeim ^gilegt að horfa niður í gljúfrið undir heuni. A leiðinni um Múlasýslu urðu þau hvar- ^etna vör velvildar og greiðasemi fólksins. flestum bæjum, er þau fóru fram hjá, Stóðu annað hvort bóndi eða húsfreyja úti °§ báðu þau vinsamlegast að þiggja hið ,ltla, er þeim væri þar í té látið til ferðar- lnnar. Voru gjafirnar ýmist prjónles eða Peningar. Þriðju nóttina gistu þau í Hofteigi á J°kuldal. Þar var aðeins vinnukona ein ^ 1Ina, en hún tók þeim, sem bezt hún nni með íslenzkri gestrisni. Því næst ^ u þau á Jökulsdalsheiði, og segir ekki ferðum þerra fyrr en þau komu að bæ °lnUm í fögrum dal, það var Möðrudalur. var attu þau sérlega góða nótt. í Möðrudal 18 manns í heimili, var fólkið góð- jj. e^> breinlegt og vingjarnlegt í viðmóti. ^ °ndinn átti sex börn, sem aldrei höfðu að elzt*1311 tarið annarra bæja, og var þó Y a dóttirin gift og þriggja barna móðir. j^^^jarðarprestur kom þar tvisvar á ók hann þá fólk til altaris, skírði börn og vann önnur prestsverk. Frú Th. lýsir dætrunum í Möðrudal svo, að þær væru snotrustu sveitastúlkurnar, sem hún sá í allri ferðinni. Þær kunnu vel til hannyrða og báru klæði þeirra því vitni. Þær sýndu frúnni einnig körfur, er þær höfðu fléttað úr fíngerðum tágum. Á bænum var lítið bænhús, sem guðsþjónustur fóru fram í. Það var einungis lítil stofa með tveimur gluggum á gafli. Milli þeirra stóð borð, sem á var breiddur hvítur dúkur. Yfir þessu einfalda altari hékk Kristsmynd í tréum- gerð. Bekkir voru til beggja handa. Hjá þessu góða og guðhrædda fólki, segir frú Th., undum við okkur svo vel, að við hefðum kosið að dvelja nokkra daga á þessum yndislega stað, en af því að svo var orðið áliðið sumars, var þess enginn kostur. Næsta dag héldu þau að Grímsstöðum. Höfðu þau þá fjallasýn til Herðubreiðar, sem frú Th. lýsir svo: Ovanalegt er að sjá slíkt einstakt fjall í miðjum dal. Það líkist Skrúðnum í Reyðarfirði í lögun. En úr fjarlægð sýndust reykjarmekkir, misjafn- lega þykkir, svífa um fjallstindinn. Um nóttina á Grímsstöðum svaf frúin lítið. Agata litla hélt fyrir henni vöku með gráti, og sjálf bar hún mjög kvíðboga fyrir næsta degi, einkum því að fara yfir Jökulsá á Fjöllum. Hafði hún heyrt, að óttinn við að fara yfir Jökulsá, hefði valdið því, að Jör- undur hundadagakonungur fór ekki til Austurlands í yfirreið sinni, og þótti henni ekki árennilegt að fara þar yfir með börn sín. Áður, en þau komu að ánni daginn eftir, sem var 6. dagur ferðarinnar, vildi það slys til, að hesturinn, sem stúdentinn, er reiddi Agötu, reið á, fældist. Duttu þau af baki, lærbrotnaði barnið, en ekki urðu þeim meiðslin ljó's fyrr en komið var í náttstað um kveldið. Eftir tveggja tíma ferð komu þau að Jökulsá, sem þau fóru yfir í ferjuskel.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.