Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Side 46
92
N.-Kv-
FRÁ AUSTFJÖRÐUM TIL EYRARBAKKA
vissulega farast.“ Samferðamenn hennar
reyndu að hughreysta hana með því, að
skýin væru sandbólstrar og undir þeim
væri ekki verra að vera en þar sem þau
væru nú. Þegar þau væru komin spölkorn
áleiðis, myndu þau líta sams konar sýn að
baki og nú væri framundan.
í rökkrinu fóru þau framhjá hæð, þar
sem krossmark hafði verið reist. Þetta var
staðurinn, þar sem Reynistaðarbræður
urðu úti. Raunasaga þeirra og líkastuldur-
inn rifjaðist nú upp fyrir þeim, og voru
þær minningar allt annað en hvetjandi
fyrir ferðafólkið eins og nú stóð á. Þau
héldu áfram ferðinni framhjá hæðinni, en
undir kvöldið tók storminn að lægja og
síðla kvölds náðu þau í hagablett. Frú Th.
var þá svo örmagna af þreytu og lasleika,
að hún fleygði sér niður í döggvott grasið
án þess að sinna nokkrum hlut. Brátt var
tjaldið reist og henni þar búin hvíla. Hún
sinnti börnum sínum ekki hið minnsta en
þjáðist af krampakenndum flogum. I ör-
væntingu sinni sagði hún við mann sinn:
„Það bætist bráðlega annar kross við hér
á fjöllunum.“ En að lokum sofnaði hún.
Þegar þau vöknuðu morguninn eftir, var
komin þoka. Hún var svo svört, að fylgd-
armennirnir treystu sér ekki til að hafa
upp á hestunum, og því síður að nokkurt
umtalsmál gæti verið um framhald ferðar-
innar, þótt hestarnir fyndust. Frúin varð
þessu fegin, því að fyrir bragðið fékk hún
að hvílá sig lengur. Sofnaði hún því á ný.
Þegar hún vaknaði á ný var þokunni tekið
að létta. Neytti hún nú dálítils af bygg-
súpu, en kartöflur, sem þau höfðu haft
með sér, voru nú gaddfreðnar.
Þau lögðu af stað nokkru fyrir hádegi.
Þokunni var þá létt með öllu og veðrið
hið bezta. Hresstist frú Th. nú brátt, þótt
nokkuð væri hún enn máttfarin. Nokkru
eftir hádegi sáu þau f járhóp og tvo menn,
sem voru að hvannarótagreftri skömmu
síðar, en ekki náðu þau tali af þeim, því að
árgil var á milli. En enginn getur gert sér
í hugarlund gleði mína yfir því að sjá
aftur menn, segir frú Th. Þeim gekk greið-
lega yfir Hvítá, sem þau þó höfðu óttazt
að yrði þeim farartálmi, því að hún tefur
oft ferðir manna, sem að henni koma eftir
þriggja daga ferð um öræfin og eru þá
stundum lítt nestaðir, svo að þeim er nauð-
ugur einn kostur að brjótast yfir ána, þótt
illfær sé.
I vík við ána var maður í bát að veiðum,
og keyptu þau að hónum nýveiddan lax.
Síðan gekk þeim greiðlega niður í Biskups-
tungur. Um kvöldið náðu þau til bæjar
þess, sem þau höfðu ætlað sér að gista á,
og var þeim þar vel tekið. Voru þau nú öll
hin hressustu og höfðu börnin þolað ferða-
volk þetta ágætlega.
Næsta dag héldu þau áfram og komu
seint að kveldi til Eyrarbakka. Lætur frú
Th. þess getið, að þau hafi á leiðinni séð
mekkina frá Geysi, en þótt hún vissi að
•hann væri meðaLmestu náttúruundra á
jörðunni, og hana hefði oft langað til að
sjá hann, hefði hún með engu móti getað
fengið af sér að leggja þá lVkkju á leið sína,
og gera þannig hina örðugu ferð enn lengri-
Y Hún þráði einnig mjög að sjá Skúla son
sinn, sem þá dvaldi á Eyrarbakka, og rak
það einnig eftir henni að komast áfram.
Þegar þau loks í myrkri um kveldið
komu til Eyrarbakka, höfðu þau verið 17
daga á ferðalagi auk dvalarinnar á Akur-
eyri, og var þar með hinni löngu og örðugU
ferð lokið.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi-
/