Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Page 48
94
BÓKMENNTIR
N. Kv.
það, að þau áhrif, sem hún hefir, eru til
góðs eins.
Þýðingin virðist vel af hendi leyst og
málið látlaust.
Jón Benediktsson prentari:
Voiboði íslenzkrar æsku.
Akureyri 1941.
Fyrir nokkrum dögum barst þessi bækl-
ingur mér í hendur. Er hann framhald fyrri
ritlinga sama höfundar um íþróttir og í-
þróttamál, en einkum þó íþróttahús Akur-
eyrar.
Það má með sanni segja, að hverja
skoðun, sem menn kynnu að hafa á þeim
málum yfirleitt, þá er ékki unnt annað en
dást að þeim eldmóði og því kappi, sem
JÓN EIRÍKSSON:
Kvæði.
ÉG ELSKA ÞIG LAND MITT.
Ort 1939.
Ég elska þig, land mitt, með fossa í f jöllum,
með fífil og sóley um engjar og tún,
með fénað á beit upp á hólum og hjöllum,
með hoppandi læki af smákletta brún,
með kvöldhúmið milda og bláhiminboga,
með blikandi stjörnur, sem lýsa á grund,
með hafflötinn bjarta, með víkur og voga
og vermandi sól yfir eyjar og sund.
Ég elska þig, land mitt, með gljúfrum og
giljum,
með gnýpum og jöklum við sjóndeildar-
hring,
með laxa og silunga hoppandi í hyljum,
með hæðir og brekkur og smáberjalyng.
Og heiðvötnin bláu með svani á sundi
og smávaxna unga við brjóst sitt og hlið,
með gullblómin fögru í laufgrænum lundi,
með lágnættisþoku og vorfugla klið.
höfundurinn leggur á að boða skoðun sína
og hvetja menn til fylgis við hana. Það er
næstum því fágætt, að fyrirhitta slíkt í svo
ríkulegum mæli og fyrir það er bæklingur
þessi ekki sízt merkilegur. A öld efnis-
hyggju og hagsmunastreitu eru þeir menn
fáir, sem berjast fyrir hugsjónum. Og nú
er íþróttahúsið að rísa upp, og er vonandi,
að bæði Jóni og öðrum forvígismönnum
þess verði að von sinni og trú um heilla-
vænleg áhrif þess.
En bæklingurinn er líka metfé fyrir
bókasafnara, því að frágangur hans er
með þeim ágætum að fáséð er.
Akureyri, 30 marz 1942.
Steindár Steindórsson írá Hlöðum.
Ég elska þig vorkvöld og litfögur lóa
með ljóðin þín fögru og munaðarblíð,
þá smalar á kvöldin á hjarðirnar hóa
svo hvellandi bergmálið ómar um hlíð,
með hólma og tjarnir sem endur og æður
í einingu búa með smábörnin sín
og hjúkra þeim blítt eins og mjúklyndar
mæður,
þá miðnætursólin á háfjöllin skín.
Ég elska þig land mitt í fannhvítum feld1
með frosti og hríðar um hæðir og mó,
með alstirndan himin á kyrrlátu kveldi)
og kraftmiklar öldur, er rísa á sjó, ,
með norðurljós leiftrandi um loftsali blaa
og lýsandi mána yfir snæþakta jörð,
með f jöllin og jöklana hvíta og háa
og hrímþakta dranga við íslagðan fjörð.
Þú ert móðir mín kæra og fóstra mín fornði
sem færðir mér lífið og veittir mér þrótt'
Á nóttum og kvöldum um miðdag og
morgu3
máttinn og styrkinn til þín hef ég sótt.