Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1942, Blaðsíða 50
KVÆÐI N. K\ U6 Oft þær hlýja huga minn, huggun nýja veita, sorgir flýja og sárindin, sem mig lýja og þreyta. Brjóstið máist, þunga þreytt, þarf ei frá að segja, nú ég þrái aðeins eitt, að ég fái að deyja. Fáum reynist gatan greið gegnum lífsins vetur, erfið kjör á ævileið elli merkin setur. Eg hef, satt ef segja á, síðan ég var ungur klifið björgin brött og há, bagginn oftast þungur. Eg hefi róið einn á bát, ár og siglu brotið, eg hefi teflt og orðið mát, engan sigur hlotið. Móti þó að blési byr og breytti mörgum vonum, oftast stýrði ég áður fyr undan holskeflunum. Nú er þrotinn þrótturinn, þverruð ævintýri. Nú er brotinn báturinn, biluð rá og stýri. Ellimerkin ört ég finn að fer dauða kallið, boðar hafa á bátinn minn býsna margir fallið. Út á lífsis ólgu dröfn oft mig báran hrekur, mæni eg inn í hinztu höfn, hvað sem þá við tekur. Leið er á enda, lamað fjör, líkams slitin böndin, ýti ég bráðum einn úr vör inn í huldu löndin. Hvað þá kann að mæta mér mitt ei truflar sinni, þegar ég loksins brölti ber burt úr veröldinni. VÍSUR TIL MANNS. Iðinn bræðir svika seið, sannleiksglæður felur. Áfram þræðir lasta leið, lýgur bæði og stelur. Unir rór í kirkjukór, krýpur og stórum grætur. Á daginn þjórar danskan bjór, en drýgir hór um nætur. KVEÐIÐ UM DRYKKJUMANN. Veikir andans eðlisband eitur blandað hlandi, þróar grand og þrautastand þessi landa f jandi. VÍSUR. Kona spurði hann, hvernig hann heú sofið. Vísan kom sem svar: Nú hefi eg safnað nýjum þrótt, nú er liðin gríma, nú hefi ég sofið sætt og rótt sjö og hálfan tíma. Kveðið til stúlku á elliheimilinu. Barmur fleginn, brjóstin hlý, brúna vegir nettir, fögrum meyjar augum í iða Freyjukettir. Þótt næði gjóla um norðurpól nóg er skjól á beði, himnasjóla hringasól hljóttu jólagleði-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.