Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 15.11.1928, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 165 flaugst á, gapinn þinn! sagði prestur og hristi Magnús. Ó, nei, það megið þjer ekki halda, bless- aður sauðurinn — fyrirgeíðu mjer nú rjett í þetta sinn — jeg skal aldrei gera það oft- ar! Magnús glúpnaði undir átökum og augnaráði prests og það var grátstafur í röddinni. Prestur hristi hann aftur en svo slepti hann honum og sagði stillilega, en þó nokkuð fastmæltur: — Veistu ekki, að þetta er Ijótt siðferði og háttalag! En Magnús beið engra áminn- inga, þegar hann fann að hann var laus, tók hann til fótanna og skaust inn í bæ. Daginn eftir tilkynti prestur foreldrum Magnúsar, að hann gæti ekki fermt hann þeíía ár heldur — og eigi fyr en siðferði hans betraðist. En hann talaði eigi um, hvað í hafði skorist með þeim og ekki heldur orðaði hann að láta hann fara frá sjer. Var foreldrum hans það nokkur hugg- un, að sonur þeirra framvegis átti að njóta handleiðslu síra Jóhannesar. Leið nú vorið og sumarið fram yfir frá- færur, og sat Magnús hjá að vanda. Hann var nú bæði stór og burðamikill eftir aldri, og fór honum nú heldur að gremjast að fá ekki að gegna heyverkum, en eigi tjáði að tala um slíkf, sagði prestur, að hann skyldi vera smali, þangað til hann næði fermingu. — Síra Jóhannes gekk nú ríkt eftir, að hann jafnan hefði kverið og biblíu- sögurnar í malpokanum, stundum bætti hann sálmabókinni eða Passíusálmunum við, setti honurn fyrir svo og svo mikið og hlýddi honum yfir, þegar hann kom heim úr hjásetunni. Magnúsi fanst þetta hinn mesti ójöfnuður, en varð þó að hlýða, Eitt sinn komst það upp að Jórunn mintist fornrar vináttu við hann, kom móðir henn- ar að henni frammi í búri, var hún þá að lauma Andrarímum niður við hliðina á Passíusálmunum í mal Magnúsar — hefir hen.ni Kklega fund'St, að innræli og smekk- ur Magnú-ar mundi vera eiithvað svipaður og Sktúðbóndans forðum. — Reyndar var hún nú fermd og að því leyti fullorðin stúlka. En p estskonan fór samt sem áður orðlaust og sótti vöndinn. . . . Þetta sumar var mikið um það rætt, að Mormónar væiu komnir til landsins. Var margt sagt af háttalagi þeirra og siðutn. Hafði eigi borið á þeim um langt skeið, en menn rifjuðu upp fyrir sjer ýmsar sög- ur, er sagðar höfðu verið um þessa villu trúarmenn áður. Var eigi laust við að beygur væri í sumum. En ílestir treystu þó því, að sveitin þeirra væri svo afskekkt, að engin hætfa væri af neinni nýbreytni þar í trúmálum. Pó gengu sögurnar eigi að síður. Eitt sinni heyrði Aáagnús einn vinnu- mann prests segja frá því, að Mormónar hefðu hjer um árið nær því drekt kerlingu einni á Suðurnesjum, hafði hún eigi sjeð heilagan anda koma yfir sig í skírninni. — Honum þótti gaman að sögunum, en braut eigi heilann um hina nýju trú, sú gamla, sem prestur var að reyna að troða í hann, var honum ærið nóg álryggjuefni. Nú vildi svo til, að einn dag, þegar Magnús sat hjá ánum á hálsinum á milli bygða, að einn þessara nýju trúboða rakst á hann. Trúboðinn var fótgangandi að postula sið og á leið norður um land til að frelsa sálir manna. Hann var fremur lítill vexti og góðlátlegur í viðmóti, skegg- laus og unglegur. Heilsaði hann Magnúsi kumpánlega eins og þeir hefðu þekst lengi, settist á þúfu beint á móti honum og fór að rabba við hann. — Nú, þú situr hjá rollunum, sagði hann — ja, mikið er jeg nú hissa — svona stór og stæðilegur maður — Magnús var í raun og veru talsvert hærii og meiri á velli en trúboðinn — og laglegur ertu nú líka — mesta meyjagull! bætti hann við og brosti — þykir þjer ekki leiðinlegt að rorra þelta yfir ánum? — Og ekki get jeg nú neiíað því — mjer

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.