Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 23
N. kv.
KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF
5
um rótum standa þau í mannlegum örlög-
um, mannlegri hamingju og guðlegri vizku.
Því sagði hann ekki: „Það sem þér gjörið
mínum bezta bróður, eða það sem þér gjör-
ið mínum mesta bróður,“ eða því sagði
hann ekki: „Það sem þér gjörið mínum
stærsta bróður.“ Nei, þetta sagði hann ekki,
heldur hitt: „Það sem þér gjörið mínum
minnsta bróður, það gjörið þér mér.“ Og
enn sagði hann eitt: „Ekki mun hver sá, er
við mig segir Herra, Herra, ganga inn í
himnaríki, heldur sá, er gerir vilja föður
míns, sem er í himnunum.“ Og hann marg-
endurtók það, að vilji föðurins á himnun-
um væri sá, að menn elskuðu hver annan og
stofnuðu með því til sigurgöngu fyrir kær-
leikann. Jesús bað samtíðarmenn sína aldrei
að hlúa að þeim mesta eða bezta í samfélag-
inu, heldur þeim smæsta. Þetta er torskilið.
Mál, sem skilningur okkar nær ekki enn-
þá tökum á, af því að við eigurn ekki nægi-
lega elsku til að skilja það, engar trúarsetn-
ingar eða trúarjátningar auka eða efla
þessa takmörkuðu elsku, heldur eingöngu
meiri og betri vilji, meira og betra starf.
Þegar við gerumst nemendur Krists í
starfi, en ekki bara í orði, kemur þessi elska
í dagsins ljós. Því vísir hennar er þegar til.
„Farið og gerið allar þjóðir að lærisvein-
um,“ sagði hann.
Skáldin okkar hafa aftur og aftur varað
okkur við valdi trúarjátninga og trúarfjötra,
umbúðunum og kreddunum,
„sem hégiljum drepa i hlustir á lýS
og hefta vill spámanna tungur/1
Þau hafa kennt okkur og hjálpað okkur
að greina kjarnann frá hisminu, hvatt okk-
ur til þess að styðja þann, sem í hallanum
stendur, rétta réttlætinu hjálparhönd og bera
sannleikanum vitni.
Fagurfræðin er öllum hagsmunum og öll-
um erfikenningum æðri. Prestar, kennarar
og skáld þurfa að taka höndum saman. Fag-
urfræðin þarf að ljóma í kirkjunum og í
skólurium. Kennararnir, prestarnir og skáld-
in eru varðmenn okkar á vegum úti. Skól-
arnir og kirkjan eiga að vera musteri sann-
leikans og hafa göfugustu úrlausnarefnin
með höndum, og svo að sjálfsögðu heimil-
in.
„I sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna.“
Sálarfræði ljóðsins og sálarfræði guðstrú-
arinnar eru blöð á sama blómi. Fagurfræði
ljóðsins og fagurfræði guðstrúarinnar ilm-
ur frá sömu rós.
Allar frásagnir um andlegt líferni mann-
anna, um elsku þeirra og kærleika í lífi og
starfi, eru aldrei annað en geislabrot, hálf-
kveðin ljóð. Þær frásagnir geta ekki litið
öðruvísi út, ekki haft annað form. Þær eru
að hálfu leyti dulúðugar, torráðnar rúnir.
Fegursta lífsbreytni er göfgasta ljóð mann-
lífsins.
„Eg batt þér minn fegursta söngvasveig,
en samt var þaff dýrast, sem aldrei var talað,“
yrkir Einar Benediktsson. Og ekki er ris
töfranna lægra í ljóði Davíðs frá Fagra-
skógi:
„En leiftur birtast frá liðnum árum,
ef lengi og héitt er heðið,
og stundum er líkt og lyftist úr bárum,
það Ijóff, sem aldrei var kveffiff."
Bæði testamentin, hið gamla og hið nýja,
eru þannig skrifuð. Þau eru líkingamál og
dæmisögur, meira eða minna í brotum, hálf-
kveðin ljóð og gneistaflug. Þau verða senni-
lega aldrei fullskýrð, en bezt skýrð af þeim,
sem eru skáld, bæði andans og hjartans
skáld.
I Jóhannesar guðspjalli, 16. kap., 25.
versi segir svo: „Þetta hefi ég talað til yðar