Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Side 26

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Side 26
8 KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF N. Kv. hún er grundvallaratriði, frumskilyrði fyr- ir elsku mannsins til þeirra háu, sem himn- ana byggja, Við höfum orð Jesú sjálfs fyrir því, þau eru alveg ótvíræð. Það er annað meginatriðið í síðustu viðræðu hans við lærisveinana, áður en hann er tekinn hönd- um. Og sanngildi orða hans um þetta atriði hefur verið staðfest með átakanlegri reynslu kynslóðanna, æ síðan glötunaröfl og eyð- ingaröfl hafa vaðið uppi. En mannást er hins vegar vörn allrar eyðingar og skilyrði fyrir öllum andlegum vexti. Hitt meginat- riðið í viðræðum hans var það, hvað koma skuli, þegar sá jarðvegur er fyrir hendi að einstaklingarnir elski hver annan. Með þeim samanburði, sem hér hefur verið gerð- ur, vil ég leyfa mér að álykta, að sá boð- skapur, sem við fáum á þeim miðilsfund- um, sem vandað er til, sé fullkomlega í and'a Krists. Auðvitað þarf alltaf að minn- ast þess og gæta þess ætíð, að sambönd okk- ar jarðarbúa við önnur tilverusvið er mikið alvörumál. Þátttöku sína í slíkum sam- bandsfundum ættu allir að undirbúa sem bezt þeir geta, en það ættu menn líka ætíð að gera áður en gengið er til guðsþjónustu í kirkju Krists. Það ætti hver og einn að undirbúa sig undir þá göngu með hljóðri einverustund. Það er mikilvægt að vera vel undir þá blessun búinn, sem þar er veitt, og það er nauðsynlegt, að vera fær um að leggja þar líka eitthvað fram. Því guðs- þjónustan er samfélagsstund allra þeirra, sem í kirkjunni mæta. Ekki má ég í þessu sambandi láta hjá líða, að votta miðlunum traust mitt og þakk- ir, þessum ágætu vinum, sem ég á svo mik- ið að þakka, „sem sjá gegnum holt og hæðir og hlusta við bjarganna þil.“ Þeir eru surnir hverjir sjáendur okkar og spámenn, sam- bærilegir við skáldin. Mörgum sýnum þeirra og sögnum hefi ég kynnzt, þær eru ekki ævinlega fallegar, en oft ótrúlega og óskiljanlega fagrar. Og í sýnum þeirra eru oft spádómar sem rætast fyrr eða síðar. Það er ekkert leyndarmál lengur, hvorki kristilegt né ókristilegt, að það er altítt á miðilsfundum, að engilbjartar verur koma þar fram, biðja um andlegan kraft fundar- manna til hjálpar lifendum eða dánum, og veita þá sjálfar um leið meiri eða minni kraft og hjálp. Alltaf er stemningin misjafn- lega góð á þessum sambandsfundum, eins og gefur að skilja, og alltaf eru „beztu“, samræmdustu, kærleiksríkustu augnablikin valin þegar mikið liggur við. Þegar eitthvað mikið vill verða eða ekki verða á úthafi mannlegrar tilveru, þar sem hugsjónir og á- stríður skapa örlögin — sjáandi eða blind, þar sem kjölfestan getur verið fólgin í leift- ursnöggri vitneskju — sannfæringu um björgunarstarf, um sköpunarmátt mann- legra sálna í órofa samfélagi við eilífan guð. Það er heldur ekkert leyndarmál, að sambærileg fyrirbæri gerast í kirkju Krists, er guðsþjónusta fer fram, þar koma fram engilbjartar heilagar verur, sem taka þátt í athöfninni. Eg hefi greinilega merkt það við fermingarathafnir, að heilagar verur hafa tekið sér stöðu við hlið prestsins, og taka virkan þátt í athöfninni, sem fram fer — gera þessa helgu athöfn, sem presturinn innir af hendi, blessunarríkari og varan- legri þeim ungu til handa, sem eru að leggja frá landi út á lífsins djúp. Og sama er að segja um skírnarathöfnina. Þar eru englar ætíð á ferð og himneskur ljómi í lofti. Mér hefur stundum dottið í hug, ef hershöfð- ingjar og herráðsforingjar hefðu skilyrði til að skynja þann ljóma, sem ríkir í kringum eitt lítið barn, þegar hinn vígði maður legg- ur blessun sína yfir það, og með hve mikl- um fögnuði englarnir bjóða það velkomið í ríki sitt og ríki himnanna — hvort þeir

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.