Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Qupperneq 36

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Qupperneq 36
18 NUNNAN N.Kv. markaður er með gráu bómullarfpjhengi. Rúm, borð, stóll og lítill ólæstur skápur — það er einkalíf nunnunnar, ósýnilegt, á meðan forhengið er dregið fyrir, þ. e. á nótt- unni, en alltaf heyrandi nær. Spegill, þessi litli nauðsynjagripur hverrar konu, er hvergi í klaustrinu. Spegl- ar eru í hæsta máta tákn hins efnislega, syndumspillta heims. Engin nunna hefur nokkru sinni séð andlit sitt eftir að hún steig í fyrsta skipti fæti sínum inn fyrir klaustur- dyrnar — nema þá kannski á mynd. Eftir sex mánaða stranga skólun er Gabríella tekin í hóp nýnunna. Út á við merkir það, að hún afsalar sér nafni sínu. Hún fær ný föt, hvít og með hinum stífaða höfuðbúnaði, sem ljær öllum nunnum sama engilsvipinn. Hún fær einnig nýtt nafn; héðan í frá heitir hún ekki Gabríella Van der Mal, heldur systir Lúkas. Jafnvel aldri hennar er breytt. Hann er ekki lengur talinn frá fæðingu hennar, heldur frá þeim degi er hún kom í klaustrið. Hún er krúnurökuð og hún kveður fjölskyldu sína í hinzta sinni. En bak við hin hvítu nunnuklæði sak- leysisins leynast flekkaðar leifar af stúlk- unni Gabríellu, sem enn hefur ekki lært að þagna í miðju orði eða sleppa pennanum í miðjum bókstaf um leið og klukkan kallar til bænahalds eða messu. Hún hefur ekki lært að sætta sig við þá reynslu, sem henni finnst erfuðust af öllu í klausturlífinu: að vera aldrei ein, að vera alltaf innan um aðrar konur, sem hún þar að auki er skuld- bundin að láta sér geðjast að, hverri og einni. Á nýnunnuskeiðinu heldur mótun hinna ungu nunna áfram. Eitt árangursríkasta tækið er hin opinbera og sameiginlega syndajátning, sem nefnist culpa. „Eg opn- aði gluggann í setustofunni án þess að spyrja fyrst hvort nokkrum væri það á móti skapi,“ játar ein. „Ég hellti mjólk á gólfið í matsalnum,“ játar önnur. (Að láta eitt- hvað fara til spillis er brot á loforðinu um algera fátækt). „Eg flýtti mér til að koma elcki of seint til bænahalds,“ segir sú þriðja. (Það gæti virzt nær að telja það til dyggða, en það er synd að flýta sér. Það er að vísu ennþá meiri synd að koma of seint til bæna- lialds, en ein synd afsakar ekki aðra). „Ég gleymdi að kyssa gólfið og þylja þrjár gloríur eftir að ég hafði skellt hurðinni,“ segir sú fjórða. Syndurunum er refskað með frekari auð- mýkingu, sem útdeilt er við máltíðirnar í matsalnum. Fyrsta refsing Lúkas er að betla sér súpu. Eftir að allar nunnurnar eru byrj- aðar að borða gengur hún með tóma leir- skálina sína til abbadísarinnar, setur hana við hliðina á skál hennar og krýpur með spenntar greipar. Abbadísin eys með skeið sinni tvær súpuskeiðar úr skál sinni í skál hennar. Þannig heldur hún áfram meðfram allri röðinni þangað til skál hennar er orðin full, og hún sezt niður til að borða þetta ólystuga samsull án þess að láta í ljós minnsta viðbjóð eða mótþróa. Jafnhliða þessari þjálfun í ofurmann- legri sjálfsögun hlaut systir Lúkas hagnýta kennslu í hjúkrun og geðlækningum og síð- ar í læknaskóla fyrir hitabeltissjúkdóma. En hún fær enn frekar að kenna á járnaga klausturlífsins. Abbadísin veit, að hún þráir ekkert heitar en að fá að starfa í Kongó. Þess vegna sendir hún hana til starfs í geð- veikrahæli heima í Belgíu. Loks — eftir fimm ára faglega og kristilega ögun — fær hún ósk sína uppfyllta. Hún er send til trú- boðsspítala klausutrreglunnar í Kongó. Líf- ið þar er allt öðruvísi. Strax eftir komuna sér hún, að meðsystur hennar eru fjörlegri í hreyfingum, upplitsdjarfari og einheittari. Hjúkrunarstarfinu fylgir meira frelsi. Ver-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.