Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 38
20 N.Kv. Roald Amundsen: Með bjarndgr é hœlunum Á árunum 1918-20 sigldi liinn nafnkunni norski land- könnuður Roald Amundsen rannsóknarskipinu „Maud“ frá Noregi norðan við meginland Asíu allt til Kyrrahaís. Veturinn 1918-19 ]á skipið í vetrarlægi vestan við Tsjel- júskin-höfða í Sihiríu, og þá var Amundsen eitt sinn hætt kominn í viðureign við bjarndýr. Frá 29. september er eyða í dagbók minni til 11. nóvember, — og hvernig stóð á því? Þegar ég kom upp á þilfar að morgni þess 30., voru flestir gengnir á land nema Wist- ing* og ég, til að reisa athugunarstöðina. Hundunum hafði enn ekki verið hleypt út á ísinn, og við fórum því að fást við það. Fór sú athöfn venjulega fram með þeim hætti, að hundunum var lyft upp á borð- stokk skipsins og með því að ýta á gumpinn á þeim voru þeir látnir stökkva niður stiga, sem lá frá borðstokknum ofan á ísinn, en af því að stiginn var nokkuð brattur, fóru þeir oft niður í hálfgerðum loftköstum. Að þessu sinni var í hundahópnum hvolpafull tík, hún Kola litla, sem ég hélt mjög upp á, og þegar hún kom til mín þarna og dingl- aði skottinu, tók ég hana í handarkrika minn til að bera hana ofan stigann og firra hana snjaski, sem orðið gæti henni að meini. Ég fetaði mig niður efstu stigaþrepin, en þá kom á eftir mér stór og klunnalegur seppi, sem slengdist aftan á mig að óvörum, með þeim afleiðingum, að ég missti fótfestuna og hrapaði niður á glerharðan ísinn. Fall- ið var eigi meira en svo sem fimm álnir. Kola slapp ómeidd, en ég kom niður á hægri öxlina, sortnaði fyrir augum, sá eld- Iíann var fyrsti stýrimaður á skipinu. glæringar og kenndi sárt til í öxlinni og upp- handleggnum. Wisting kom mér þegar til hjálpar, en þegar hann sá, að ég gat mig varla hreyft, sótti hann mér vænt vínstaup, og við það hresstist ég svo, að ég gat bráð- lega risið upp og staulazt með gætni upp í skipið aftur. Við minnstu hreyfingu fann ég braka í upphandleggnum og fann þá til sárra krampakvala. Virtist auðfundið, að upphandleggurinn var brotinn á tveim stöð- um, upp undir axlarlið og aftur nokkru neðar, en auk þess var viðbeinið eitthvað úr lagi fært; sömuleiðis var ég illa marinn á olnboganum. Ég get gefið Wisting þann vitnisburð, að hann reyndist mér aðdáan- lega vel að sér í feðferð beinbrota, og ekki lá hann á liði sínu, heldur gerði hann allt sitt til að vel úr rættist. Hann lagði baðm- ull og pappaspelkur um brotin, vafði um bindum og gekk frá öllu í þeim stellingum, sem vænlegastar töldust. Mér leið svo herfi- lega það sem eftir var dags og nóttina eftir, að ég varð að sitja á stól til þess að hafa viðþol, en eftir það gat ég lagzt í rúm mitt. Fimm dögum síðar fór ég á stjá, og þó að þá væri skipt um umbúðir og hert á þeim, fór mér ekki verulega að batna fyrr en eftir þrjár vikur; þá fyrst fóru krampadrættirnir í vöðvunum að sjatna að mun, og ég gat far- ið allra minna ferða. Éaugardaginn 9. nóv- ember var ákveðið að losa mig við allar umbúðir, en daginn áður bar við atvik, sem næstum því hafði riðið mér að fullu. — 'Þegar ég kom upp á þilfarið klukkan hálf-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.