Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 11
Nýjar kvöldvökur Júlí—Sepfember 1959 Lll. úr, 3. hefti Björgvin Guðmundsson: (Jlfar á stö< ------□------ Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá, hefi víða farið og mörgum kynnzt. En mér er óhætt að fullyrða, að enginn af þeim mörgu, og varla heldur þeir, sem ég hefi haft nánust kynni af, hafa mótazt jafn óaf- máanlega í huga minn og „Ulfar gamli á stöðinni“, eins og hann var jafnan nefndur. Samt kynntist ég honum eiginlega aldrei, að minnsta kosti ekki á sama hátt og nokkrum öðrum. En atvikin höguðu því þannig, að ég fékk irieiri vitneskju um ævi hans en nokkur annar, kannske illu heilli fyrir gamla manninn, og áreiðanlega án minnstu velþóknunar frá hans hendi. Já. — Atvik- in þrýstu mér inn í líf hans á svo eftirminni- legan hátt, að ég á oft í talsverðu sálar- stríði þess vegna, enda þótt ég finni mig al- veg saklausan af, að hafa viljað gera hon- um nokkurt mein, síður en svo. En meðfram vegna þeirra undarlegu samvizku-þrauta, sem oft ásækja mig í þessu sambandi, finn ég mig nærri knúðan til að skjalfesta eftir- farandi frásögn, þó að kannske með því sé ég að drýgja mína stærstu synd gegn gamla manninum. Ég hafði verið ráðinn kennari við gagn- fræðaskóla í einum af stærstu kaupstöðum landsins, og flutti ég þangað snemma í sept- ember, Ég var einn míns liðs, og öllum ó- Björgvin GuSmundsson. kunnugur nema einum kennara skólans, Arngrími að nafni, sem var skólabróðir minn. Hafði fundum okkar óvænt borið saman í höfuðstaðnum fyrr um sumarið, um það leyti, sem áðurnefnd kennarastaða var auglýst, og hvatti hann mig mjög til að sækjá um stöðuna. Skrifaði ég honum því jafnskjótt og ég hafði fengið veitingu, og bað hann að útvega mér einhverja vistar- veru, fékk æskilegt svar nokkru síðar, og dreif svo tíðina rólega og áhyggjulaust fram undir þann tíma, er skólinn skyldi taka til starfa. Svo, þegar fardagur minn var ákveð- inn, skrifaði ég Arngrími aftur, og bað hann að mæta mér á bílastöðinni. Tók ég síðan „rútuna“ sem leið liggur, og komst til á- kvörðunarstaðar eftir nálega tveggja daga ferðalag, ferðlúinn nokkuð og liðamótalít- ill. Til nokkurra vonbrigða fyrir mig var Arngrímur hvergi sjáanlegur, því að enda þótt slíkt virðist smámunir, veit enginn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.