Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 38
■116 ÚR SYRPU HÖFDALA-JÓNASAR N.Kv. og falaðist eftir fylgd yfir Vötnin á Vind- heimum. Eg var látinn fara með honum. Hann var skrafhreifur á leiðinni og spurði mig margs úr héraðinu. Reyndi ég að leysa úr spurningum hans eftir föngum. Ferðin gekk að óskum, en að lokum gaf Benedikt mér eina krónu fyrir fylgdina. „Hana áttu sjálfur,“ sagði hann. „Hús- bónda þínum greiddi ég heima það gjald, er hann setti upp fyrir ómak þitt.“ Óglöggt man ég Benedikt nú, þó minnist ég þess, að það var einkum tvennt, sem ég dáðist að: Hvað hann var snar og stæltur í öllum hreyfingum, jafn roskinn maður og hann var orðinn, og hitt voru augun, þeim gleymi ég aldrei. Þegar þessi skæru, skörpu cg geislandi augu leiftruðu á mig, fannst mér ég skilja hið forna orðtak: Hann hafði ægishjálm í augum. Þegar ég, nokkrum árum síðar, frétti, að garpurinn væri fallinn í valinn, setti ég saman eina vísu; ætla ég að láta hana fylgja þessari stuttaralegu frásögn um þingskör- unginn Benedikt Sveinsson: Hart var skapið, hyggjan ]>ung, liann kunni ekki að lensa. Ilaukfrán voru og eilíf ung augu gamla Bensa. GÖMUL ÞINGVÍSA Þegar nýjar hugmyndir um bættar sam- göngur skutu upp kollinum á Alþingi á fyrsta hluta þessarar aldar, voru ekki allir á eitt sáttir fremur en endranær. Um það var kveðið: Valtýr eimreið fer um frón, flýgur Jens í loftballón, en klærnar brýna loðin ljón, Laugi, Bensi og séra Jón. Jónas Jónasson fró Hofdölum: Síðustu samskipti okkar Guðmundar Jónassonar í átján sumur dvaldi ég sem hliðvörður við Grundarstokksbrú í Skagafirði. Hliðið er á aðalpóstleiðinni til Akureyrar og skannnt frá brúnni. Eins og að líkum lætur, hitti ég marga menn að máli, sem ég hefði tæplega annars komizt í kallfæri við. Einn þeirra var hinn landskunni ferðagarpur, Guðmundur Jón- asson. Við Guðmundur urðum fljótlega vel málkunnugir, og komst ég fljótt að því, að hann hafði gaman af vísum; fékk einnig grun um það, að hann gæti sjálfur komið saman vísu, ef í harðbakka slægi. Síðast hitti ég Guðmund snennna hausts 1955. Þá var ég orðinn svo lashurða, að ég bjóst við því, að komið væri að vertíðarlok- um fyrir mér, að minnsta kosti þarna við ldiðið. Guðmundur var á austurleið með all- marga íarþega, bæði karla og konur. Kvaðst hann ætla austur á öræfi og bjóst við að verða 9—10 daga í ferðalaginu. Var óvenju- mikill asi á Guðmundi, en lét þó orð liggja að því, að vonandi hefði hann betri tíma á heimleiðinni. Þegar við tókumst í hendur að skilnaði, stakk Guðmundur pappírs- vöndli í lófa minn. Þegar ég fór að athuga þetta, komu tveir miðar innan úr vendinum, og var sín vísan á hvorum. Annar var með hinni skýru, en dálítið stórkarlalegu rithendi Guðmundar, og hljóðaði vísan svo: Hjartanlega heilsar mér heiður Skagafjörður. Jafnvel heilsa ég vil ]pér, Jónas brúarvörður. Skildist mér, að Guðmundur væri með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.