Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 24
102 N. Kv. Björn R. Árnason: Bjargráð bóndoos í dnlnum Pétur Pétiirsson bjó í Holárkoti í Skíða- dal frá 1813—1838. Eftirmaður lians í Hol- árkoti var sonur hans Jón Pétursson, frá 1838—1866. Þeir Holárkotsfeðgar, Pétur og Jón, munu hafa verið greindarmenn, og vitnisburðir ganga þeim í vil. Allt sem ég hefi lieyrt um Pétur gamla her þess skýlaus- an vott, að maðurinn hafi verið mjög guð- rækinn og siðavandur, nægjusamur og lífs- hollur, að svo miklu leyti er þekking hans og geta náði. Hnittinn gat hann verið í til- svörum og lét ekki, þó lítillátur væri, mis- hjóða virðingu sinni, og sízt af öllu þá er töldu sig standa ofar að stöðu eða mann- virðingum. Það var einhverju sinni að Pétur gekk ofan á Vallakjálka. Dætur prestsins á Völl- um og fleira ungt fólk á staðnum, varð þess vart að Pétur hafði um garð gengið. Hugs- uðu þær sér nú til hreyfings að hafa tal af Pétri, þegar hann færi heimleiðis. Eftir nokkurn tíma sáu þær Pétur koma gang- andi utan að Vallahænum. Þeim þótti bera vel í veiði og hugðust nú taka karl glóðvolg- an. Stóðu úti á ldaði tilbúnar að taka á móti honum þegar hann gengi í hlaðið. Pétur heilsar á sinn venjulega þægilega og hæg- láta hátt, þær taka vel kveðju hans og hjóða honum til stofu. Pétur þekkist það. Stúlk- urnar léku á als oddi og spurðu Pétur tíð- inda. Hann kvaðst lítið eða svo sem ekkert í fréttum segja, sem til tíðinda mætti telj- ast. Kvaðst þó hafa heyrt, að kú hefði verið lialdið undir naut á hæ er hann tilgreindi, þama í nágrenni Valla. Læða hefði verið hreima á öðrum bæ og högni komizt til henn- ar, og mætti því húast við fjölgun á bænum þeim innan skannns. Heimasæturnar kváðu þetta ekki tíðindi vera, og sögðu að eitt- hvað fleira og betra gæti hann sagt, og vildu kalla þetta flim eða háð. Þá sagði Pétur, og er það raunar ennþá uppi í Svarfaðardal: „Þegar spélega er spurt, verður spélega svarað.“ Góðgerðir þáði Pétur af þeim meyjunum. En þær munu ekki hafa spurt hann margs fleira í það skiptið. Pétur hjó við fátækt mikla í Holárkoti og átti mörg börn. Hann tók einna fyrstur manna í Svarfaðardal upp það hyggilega húmannsráð, að nýta lirossakjöt til mann- eidis, sjálfum sér og fjölskyldu sinni til hjargar, og hafði af því búhót mikla. Þá var enn, jafnvel meðal sveltandi alþýðunn- ar, viðhjóður mikill á hrossakjöti. Má af skjalgögnum sjá, að sú fráleita heimska var runnin undan rótum kirkjunnar og samofin guðstrúnni sjálfri og hafði um þetta hið sama haldizt um aldir aftur. Þó var sú íviln- un eða tilslökun veitt, að hjargþrotamenn mættu neyta hrossakjöts heldur en deyja hungurdauða. Annars voru viðurlögin skriftir við skör kirkjuvaldsins, sektir og önnur víti handvís, ef upp komst hrossa- kjötsát að nauðsynjalausu. Almenningsálit- ið lagðist á sveif með áðurtöldu og vakti ugg og geig í hugum manna, sem varð þess valdandi að margir dóu fyrr af harðrétti og næringarskorti, en það ráð væri tekið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.