Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 48
126 DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. Hinn svaraði: Það held ég, það ég til veit. Vantar þig baðlyf, Steini? Eg var nú í ani með að fá mér þau í haust. Það hefur nú gengið svona, ég hefi ekkert farið í vetur. Maður á nú ekki heim- angengt. Það skildi Árni manna bezt. Svo sættist drengurinn á að faðir hans geymdi kertin til jólanna, ef þau systkinin mættu fá sitt hvort. Það varð að samning- um. Daginn eftir tuggðu þau vax. Skammdegið var langt að þessu sinni. Dagarnir liðu hægt, eða liðu alls ekki, því andvökunótt leysti þá af hólmi. Ljósið á lampanum logaði dauft, kveikurinn var stuttur og miður hreinn. Og gamli maðurinn bað óaflátanlega, og stöðugt óx honum ótti í augum. Drengurinn stóð við rúmstokkinn snemma á morgnana cg tók upp fæturna til skiptis, því gólfið var svo nístingskalt. En hamingjan veri lofuð. Gamli maður- inn var lifandi. Ekkert hafði skeð. Drengurinn laut að honum og hvíslaði' Þú skalt bara sjá, hvort guð bænheyrir þig ekki, Gunnar minn. Stundum reis drengurinn upp með and- fælum um miðja nótt, hentist upp í rúminu og hlustaði. Svaf Gunnar þarna í rúminu handan við gaflinn, eða andaði hann ekki framar? Það heyrðist ekkert í fletinu, bara seppi, sem hreyfði sig undir eldstónni, og stormur- inn, sem hamaðist á þekjunni. Drengurinn fann fjartað slá eins og það ætlaði að sprengja brjóstið. Og nú heyrði hann það, ofurveikan and- ardrátt handan úr myrkrinu. Gamli maður- inn svaf. Drengurinn varp öndinni ögn léttara. Hann átti fjórblaða smára, geymdi hann innan í biblíunni, þar sem ljóðaljóðin byrj- uðu. Hann þreifaði undir koddanum sínum, þar var bókin og smárinn vel geymdur inn- an í. Sá, sem fann fjórblaða smára, hlaut fyrr eða síðar að verða gæfumaður. Hann átti lengi í baráttu við sjálfan sig, þar til hann ákvað að gefa Gunnari gamla smárann. — Það er að vísu ekki eins vel að marka af því þú fannst hann ekki sjálf-* ur, en það er þó betra að hafa hann en ekki neitt, sagði drengurinn. Hann bjó um smárann í bréfi og stakk honum ofan í rúmshorn gamla manrisins, undir heydýnuna, svo hún Finna ræki ekki nefið í hann þegar hún er að búa um. Gamli maðurinn kinkaði kolli til sam- þykkis. En ekkert kom að gagni, hvorki bænir né hamingjugrös. Líf gamla mannsins hékk á bláþræði og einn dag slitnaði sá bláþráður sundur. Gæruhnífurinn hafði ekki verið til eins- kis geymdur upp undir sperru í baðstofr unni. Að þessu sinni kom hann í góðar þarf- ir. Drengurinn var sá fyrsti, sem kom að dánarbeðinum. Hann stóð þar í orðvana skelfingu, fölur og fár. Hvaðan kom allt þetta blóð? Drengurinn hreyfði sig svolítið. Stjarna trúarinnar hrapaði. Guð var ekki lengur al- góður og almáttugur, úr því að hann lét þessi ósköp ske. Svona var það þá að hrópa á hjálp og miskunn. Það var bara ekki hlustað á mann. Yarir drengsins titruðu. Augu hans voru þurr og heit. Það hrundi ekkert musteri til grunna, að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.