Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 22
100 ÚLFAR Á STÖÐINNI N.Kv. úr bankanum smátt og smátt, svo það vekti síður athygli. Og þegar ég hafði undirbúið allt, sem ég taldi nauðsynlegt, læddist ég út úr bænum eina nóttina. Yfir nærsveitirnar fór ég huldu höfði og aðallega um nætur, því að ég hafði búið mig sæmilega út með nesti. En þegar fjær dró fór ég með minni leynd, lézt ég vera ferðalangur að skoða landið, enda óx mér nú skegg með degi hverjum, sem gerði mig torkennilegri. Á þessu ferðalagi var ég heilt sumar, og hafnaði loks í kauptúninu. Þessa vakt- mannsstöðu fékk ég af eins konar tilviljun. Eg hafði þá haustið áður orðið samferða í bíl vestfirzkum manni búsettum í Kefla- vík. Hann hét Úlfar og var mér ekki ósvip- aður á velli, urðum við sessunautar í bíln- um og fljótir að kynnast, eins og títt er um ferðafélaga. Fékk ég að vita um hann ýmis- legt, sem kom mér vel undir þessum kring- umstæðum. Hann hafði verið æskuvinur Sveinbjörns heitins föður Finns rafveitu- stjóra, og skrifast á við hann af og til eftir að leiðir skildust fyrir hartnær 40 árum. Og einhver tilviljun eða örlög virtust ráða því, að allt sem ég fékk að vita í þessum sam- böndum varð mér mjög hagkvæmt í viður- eigninni við Finn, og það því fremur, sem hann hafði aldrei séð Úlfar þennan. Hér þagnaði gamli maðurinn andartak, en hélt síðan áfram: — Síðan hefur kompan sú arna verið eina athvarf mitt, og mér hefur liðið vel, eða réttara sagt, hvorki vel né illa. Það færðist yfir mig einhver dauðans sljóleiki og mér varð sama um allt. Eg var dáinn. Eg, sem brann af starfslöngun og áhuga hug- sjónamannsins, þar til fulltrúum minnar eigin þjóðar tókst loksins eftir aldarfjórð- ungs andróður og taugastríð, að yfirstíga mína andlegu heilsu og velferð. Ég hefi ver- ið svo sljór, að ég hefi ekki haft yfir að ráða forvitni til að líta á þær áf bókum mínum, sem komið hafa lit síðan •—- síðan ég hvarf. Ég hefi séð þær í búðargluggum, svona útundan mér, án þess að taka eftir eða setja á mig hvað þær hétu. Þær bækur sem komnar voru út áður skildi ég eftir í herberginu mínu. — -— Ég hefi engum kynnzt hér, og allir halda að ég sé hálfgeggjaður ræfill, eins og ég raunar er.------En þegar þetta kom fyrir í gærkvöld, hlossaði listamaðurinn upp í mér. Ég missti alveg taumhald á sjálfum mér. Ég gat ekki gjört annað en það sem ég gerði. Og Guð gefi að það væri ógert. — Nei, sagði ég. Þeirri stund gleymir enginn viðstaddur, og finnst þér það þýð- ingarlaust verk? — Æ. — Guð almáttugur hjálpi mér. Og hann brast aftur í sáran grát. Þetta mun vera það eina augnablik, sem ég hefi skammazt mín fyrir þjóðerni mitt. Að sjá þennan óskmög þjóðarinnar sundul- tættan, — gersamlega eyðilagðan af völd- um ábyrgðarlausrar valdaklíku, fyrir það eitt, að hann var ekki loddari heldur lista- maður, sem þráði að gefa þjóð sinni sál sína alla. Mig langaði til að öskra af heift og blygðun, en lét nægja að lemja sjálfan mig svo um munaði. Ég missti algerlega stjórn á mér um stund.------ Það varð löng þögn. Ég reyndi að hugsa, ■— að hugsa. Nei, það var ekki til í dæminu. Ég hara rápaði um gólfið. — Þú verður að liggja veikur í dag, varð mér loks að orði. Ulfar leit upp. Ha, — veikur? sagði hann skilningslaust. Því þá það? — Það veit ég kannske ekki að svo stöddu, en ég veit að það verður messað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.