Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 41
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 119 að draga af sér viðbitið. Þau borðuðu tólg við herta bútungnum, sem Steini bafði keypt af fiskimönnunum út á ströndinni um haust- ið. Þau fengu tólgarbræðing við brauðinu, sauðasmjörið uppétið og sumt selt, bútung- ur keyptur í staðinn. Drengurinn hafði allt- af verið viðbitsfrekur að sögn stjúpunnar, en nú fór hann að borða þurrt, hverju sem það sætti. Hann átti einhvers staðar ljósagarns- spotta,hvar sem hann hafði komizt yfir slíkt, og gamalt kertaform fann hann í ruslakassa föðurins og fægði það óaflátanlega úr ösku. Það skyldi gljá. Drengurinn hafði ekki til einskis horft svo mjög á húsmóðurina á Mör- felli steypa jólakertin forðum daga, hann mundi aðferðina. Hann dró af sér viðbitið, til þess að geta steypt kerti, storkað stjúp- unni og lesið fram á nótt við kertaljós í heila viku eða lengur. Þurrt brauð og ólseig- ur bútungur, var að vísu enginn sælgætis- matur, en æðst alls, er hann þekkti drengur- inn, var hin nýja löngun, að vita hvað stæði skrifað í bókum. Hann hafði nú uppgötvað Biblíuna, lesið söguna um Jakob og bræð- ur hans og stigann mikla, sem náði alla leið til himins. Hugvekjurnar, þær voru leiðin- legar, en Biblían, hún hlaut að vera ein hin skemmtilegasta sögubók í heimi. Hann ætl- aði að lesa hana oft. Svo kveikti hann á fyrsta kerti sínu kvöld eitt, nokkru fyrir jól. Uti var norðaustan stormur og hvein ákaflega í strompinum í þekjunni. Gluggann var að svella á ný. Það hafði runnið af honum um stund, því nú var komin eldstó í hornið gegnt dyrunum, dá- lítið kríli, sem Arni framsóknarbóndi frá Á hafði sett upp fyrir veturnæturnar og ekkert viljað þiggja fyrir greiðann. Eldstó- in var ekki ný og Steini hafði ekki borgað hana út í hönd, en síðari tímar áttu að gefa arð til að borga þá skuld sem aðrar. Drengurinn festi kertið sitt á rúmstuðul- inn hjá sér, lagðist svo út af og opnaði sögu- bókina. En ánægjan af lestrinum varð ekki langæ. Stjúpan var yfir í horni með lampann, þegar hann kveikti. Nú reis hún upp ærið fasmikil, kom innar, leit ýmist á bónda sinn eða stjúpsoninn lesandi og hreytti síðan út úr sér: Hvaðan hefur þú þessi kerti? Drengurinn svaraði ekki. Hvaðan hefur þú kerti? segi ég, endur- tók hún vond, færði sig nær drengnum og tók föstu taki í öxlina á honum. Hann þekkti þessar klær, sem sátu um að nísta hold frá beini, þekkti þær gegnum öll árin, sem voru liðin, síðan hann mundi fyrst að himinninn var blár. Á Mörfelli var það húsmóðirin, Guðný og fleiri, sem gátu aldrei litið hann í'éttu auga. Hér var það Finna ein, en völd hennar voru mikil. Sársaukiim neyddi drenginn til svars. Eg á þetta kerti með öllum rétti, sagði hann. Átt þú kerti? át hún eftir í fyrirlitningar- rómi. Hvar hefurðu fengið það? Hefurðu kannske stolið því? Að þessu sinni skaltu ekki sleppa. Drengurinn leit yfir í rúmið til föður síns. eins og þaðan væri hjálpar að vænta. Sigga vakti einnig. Hún kúrði sig niður upp í horni og lét ekkert á sér bæra. Drengurinn svaraði: Eg steypti þetta kerti sjálfur úr viðbitinu mínu. Eg má líklega ráða, hvað ég geri við það. Ekki átt þú við- bitið, sem mér er skannntað. r A ég ekki? Hver skyldi þá sosem eiga það. Nei, það er eins og ég hefi alltaf sagt, það eru engin takmörk fyrir því sem þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.