Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 14
92 ÚLFAR Á STÖÐINNI N.Kv. ljósmyndaður í blöðunum og umtalaður í útvarpi — sem sagt, formaðurinn lagði hönd sína á öxl Úlfars gamla og mælti: — Við skulum nú athuga þetta, Úlfar minn. — Haltu kjafti, hrökklaðist út úr Úlfari, og hann ýtti ekki orðunum út úr sór í það skipti, en virtist annars skipta sér lítið af öllu þessu skvaldri. Og með furðulegu ör- yggi og flýti handlék hann tónstillana, dró suma út og aðra inn, meira og minna. Og fyrr en nokkurn varði, var hann byrjaður að spila, — og hvílíkir tónar. — Að lýsa þeirri undrunar- og hrifningar-öldu, sem fór um kirkjuna er víst öllum, sem þar voru staddir ofvaxið. Það væri þá helzt, ef mað- ur gæti hugsað sér að himinninn stigi niður á jörðina öllum að óvörum. Jafnskjótt og hann byrjaði að spila hreyfðust allir ósjálf- rátt, sneru sér við til hálfs og skyggndust upp á loftið, jafnvel presturinn gat ekki stillt sig um að staldra við og hvarfla aug- um að orgelinu um leið og hann gekk fyrir altarið. Og nú hvísluðu menn ekki lengur, heldur sátu og stóðu, bókstaflega höggdofa, hver þar sem hann var staddur. Organist- inn, sá yfirliðni, hefði vissulega mátt deyja Drottni sínum án þess að nokkur gæfi því gaum, hefðu dagar hans þegar verið taldir, en svo var ekki, sem betur fór. Úlfar spilaði æði langt forspil með alls konar tónbreyt- ingum og blæbrigðum. Og að forspilinu loknu leit hann snöggt og skipandi um öxl til söngflokksins, sem stóð eins og dæmdur til og frá um loftið skipulagslaust, eins og teningar, sem kastað hefur verið á gólf. En nú hrukku allir upp við tillit gamla manns- ins og hröðuðu sér, hver á sinn stað. Eitt- hvað fitlaði karlinn við tónstillana, hér og þar, með sömu leikni og áður, hóf síðan for- spil að fyrsta sálminum, og enn heyrðust nýir tónar úr hljóðfærinu. Þegar söngurinn skyldi hefjast setti hann fullan kraft á org- elið og enginn hikaði, var auðfundið að Úlfar spilaði engu síður á kórinn en orgel- ið. Úr fyrri sálminum spilaði hann sig yfir í hátíðasöngvana án þess að stöðva orgelið. Voru þessi millispil hans þrungin af helgi og blæhrigðum, og þó alveg sérstaklega eins konar eftirspil, sem hann lék að síðari sálm- inum loknum, mjög veikt og andagtarfullt, eins og til að róa söfnuðinn. Eftir það laut gamli maðurinn liöfði og virtist annars hug- ar þar til söfnuðurinn reis á fætur undir guðspjallinu, að hann eins og rankaði við sér. Og að guðspjallinu loknu tyllti hann sér aftur við orgelið, þurrkaði af sér svit- ann og raðaði fyrir sér síðari hluta messu- formsins. Síðan stóð liann upp, gekk til org- anistans, sem nú var raknaður við og spurði, hvort hann treysti sér til að ljúka messunni. En hann neitaði, því eindregið. Stóðu nú ýmsir upp í því skyni að bjóða Úlfari sæti sín, en hann afþakkaði það hógværlega og laumaðist aftur á bríkina sína. Eftir prédikun hófst svo síðari þátturinn í hlutverki Úlfars, og fór hann fram með sömu snilldartökunum og hinn fyrri. Að lokum spilaði hann svo all-voldugt eftirspil. En í stað þess að ganga úr kirkju eins og venjulega, sátu menn nú sem fastast og hlust- uðu. Sennilega hefur Úlfar ekki veitt því neina athygli, en þegar honum þótti nóg komið, stóð hann upp, tók saman bækurnar, lagði þær á orgelbekkinn og lokaði hljóð- færinu. En þegar hann varð þess vísari, að söngloftið og kirkjan var enn troðfullt af fólki kom mikið fát á hann. Hann skotraði augunum til dyranna og fór allur hjá sér, eins og hann hlóð-langaði til að lognast nið- ur í gegnum gólfið. Margar liendur voru þegar framréttar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.