Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 18
96 ÚLFAR Á STÖÐINNI N.Kv. ugt. En enginn þekkti eða gerði sér fulla grein fyrir þeirri harðvítugu baráttu, sem ég háði fyrir minni andlegu tilveru frá því fyrsta. Til að hyrja með: vonlausri bernsku- þrá við aðstæður, þar sem öll sund virtust lokuð fyrir að ég gæti sinnt því, sem ég þá þegar áleit köllun mína. Og síðar miskunn- arlausri baráttu einstæðings í framandi landi, þar sem þrældómur og atvinnuleysi skiptu tímanum á milli sín. Að vísu var ég þá kominn í umhverfi, þar sem föng stóðu til að afla sér þekkingar og reynslu, ef tím- inn var notaður til hins ýtrasta. Og þótt að- staða mín gagnvart þeirn tækifærum væri næsta lítil, þá hagaði ég mér samkvæmt því og varð furðanlega ágengt. Bjartsýni og sig- urvonir voru förunautar mínir í þá daga, og gáfu mér byr undir háða vængi, hversu illa sem á horfðist. Og eftir margs konar vonbrigði og þrengingar vakti ég smám saman athygli og samúð meðhorgara minna, og það leiddi af sér margs konar atbeina og hjálp, sem greiddi mér leið til frekara náms, og má segja að þar gengi ég að lokum sigr- andi af hólmi. En ég þráði sífellt að hverfa heim til ætt- lands míns, og greip því fegins hendi fyrsta tækifæri sem mér bauðst til að gerast starfs- maður listar minnar hér heima í þeirri von, að mér sjálfum og þjóðinni gæti orðið sem mest úr hæfileikum mínum. Sú von brást þó að mestu leyti, og þau vonbrigði voru svo margþætt, flókin og ill viðfangs, að mig skortir hæði orð og mælsku til að gera þau öðrum skiljanleg. Brátt eftir heimkomuna varð mér ljóst, að ég var kominn í næsta ólíkt umhverfi. Ekki endilega hvað það snerti, að ég flutt- ist úr stórborg í smábæ, heldur milclu frem- ur, að ég fluttist frá stórþjóð til smáþjóðar, því að það var hið andlega umhverfi, sem mest skipti í tvö horn, og ég skildi það ekki og skil það þó, en það kemur seinna. En sem örlítið dæmi um mismuninn skal ég þegar geta þess, að þegar verk mín, út- lendingsins, voru flutt í stórborgum erlend- is, sem telja margfalt fleiri íbúa en okkar litla þjóð, þá þótti það stór viðburður í músíklífinu þar. En þegar sömu verk voru flutt í smábæjum hér heima, létu ritdómar- ar sér fátt um finnast, og lítilsvirðing þeirra var jafn auðfundin og peli af ediki í einum lítra af vatni. Þeir sem töldu sig músíkanta voru jafnvel sumir hverjir með tónkvíslar á lofti á konsertum mínum, og komu ber- sýnilega þangað í þeim eina tilgangi, að láta bera á því að það væri nú eiginlega fyrir neðan sína virðingu að hlusta á svona tónlist. En ég var óvanur slíkri hegðun hlustenda og kunni henni illa. Hins vegar tók almenningur verkum mínum með ágæt- um, engu síður hér en erlendis. Alþýðan mun víðast hvar vera svipuð að innræti, meðan hún er látin óáreitt af á- róðri eigingjarnra og valdasjúkra svo nefndra leiðtoga. En hugsunarháttur stór- þjóða og smáþjóða er næsta ólíkur. Hjá stórþjóðunum gætir hvarvetna greinilegs þjóðarmetnaðar, sem raunar, því miður, jaðrar iðulega við fullkomið þjóðardramb, og oftast illu heilli. En eigi að síður er það samt þessi hugsunarháttur, sem heldur stórþjóðunum saman, sem slíkum og gerði þær upphaflega að stórþjóðum, hugsunar- háttur, sem ekki gerir hæfileika þegnanna að eins konar kunningjabýtum. Um smá- þjóðirnar víkur öðruvísi við. Þær munu flestar vera þeim mun snauðari af heilbrigð- um þjóðarmetnaði, sem þær eru auðugri af þjóðargorgeir og vanmáttarhroka. Vegna fámennisins skrönglast flestar þeirra athafn- ir á krabbagangi, eftir klíkulínum kunnings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.