Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 17
N. Kv. ÚLFAR Á STÖÐINNI 95 Grjótum þekkti enga nótu, það lilyti því að vera einhver annar en hann, sem lék á org- elið í gær, og það af slíkri snilld. — Þá er það hans en ekki yðar, að fást við mig. Eg hefi villt honum sýn áður. — Já, sagði ég, það er einmitt það, sem ég vissi, en þér getið ekki villt honum sýn nú, auk þess sem unnnæli hans hafa vakið grun og forvitni fjölda fólks, þó að vonandi enginn nema ég hafi komizt að því rétta. Það er því áreiðanlega bezt að vekja ekki ónauðsynlegan hávaða, heldur fara að öllu sem gætilegast, og einmitt þess vegna er ég hér. Nú fyrst skildist gamla manninum, að hann hafði komið upp um sig, og eins í hvaða klípu hann var staddur. Hann þagði aulalega, og hver dráttur í andliti hans bar vott um takmarkalaust úrræðaleysi. — Já, vinur minn, hélt ég áfram. Ég ef- ast ekki um, að þér hafið haft yðar, og kannske gildar, ástæður, til að breyta eins og þér gerðuð. En nú hefur það mislukk- azt, og þér vitið að margt er auðveldara en það, að koma fram á sjónarsviðið eftir að liafa verið kvaddur með fögrum eftirmæl- um í flestum ef ekki öllum blöðum og tíma- ritum þjóðarinnar sem dauður og grafinn fyrir nálega sex árum. Og úr því sem kom- ið er, þá veit ég að þér hefðuð gott af að tala um þessar óþægilegu kringumstæður yðar við einhvern, sem er vinur yðar og vill yður vel. Nú linaðist karlinn alveg upp. Hann hné niður á rúmfletið og fól andlitið í höndnm sér. — Já, það hefur mislukkazt, andvarp- aði hann. Mislukkazt, — mislukkazt. Og það setti að honum stríðan og krampa- kenndan grát. Ég vil mjög gjarnan með- ganga, að ég grét til samlætis. Mér ofbauð að horfa á þennan aldraða listamann, sem hafði, af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um, gert sig að slíkum einstæðingi. — ■— Nú varð löng þögn. Ég heyrði, að einhver kom inn í stöðina, og ég aflæsti í snatri, svo að enginn skyldi vaða inn á okkur. Síðan beið ég þess að hann jafnaði sig ögn. Þá settist ég við hlið hans og hall- aði honum upp að mér, eins og barni. — Ég skil það ofur vel, hve örðugar kringumstæður yðar eru nú, og ég geng að því vísu, að þær hafi verið það oft áður. Eg væri ekki að heimsækja yður nú, ef mér stæði á sama um yður, en í bráðina liggur okkur rnest á að ráða fram úr nútímanum. Viljið þér nú ekki skoða mig sem vin yðar, því að vissnlega er ég það, og segja mér lrvað það var, sem rak yðnr út í þetta fárán- lega og sennilega einstæða ævintýri? Ég efast um að þér getið skilið það, því að ég skil það varla sjálfur. Það hefur að líkindum verið einhver brjálsemi. Ég var friðlaus sál. Ég reyndi af öllum mætti að stríða á móti friðleysinu og tómleikanum í sál minni, eins lengi og mér var unnt, en það magnaðist eigi að síður með hverjum degi, svo að segja, þar til það varð mér með öllu óbærilegt. — Þér þekkið ævisögu mína þar til — þar til ég hvarf, — það er að segja á yfirborðinu. En allir eiga tvenns konar ævisögur, og sú þeirra, sem er þýð- ingarmeiri er sjaldan skráð, nema eftir fálmandi og óáreiðanlegum getgátum. Flestum munu hafa fundizt kringumstæð- ur mínar hin síðari ár nálgast kringumstæð- ur sigurvegarans. Ég var viðurkenndur í orði á „hærri stöðum“ og átti fjölda aðdá- enda meðal þjóðarinnar. Auk þess var ég efnalega tryggður, án þess ég þyrfti að leggja hart að mér í baráttunni fyrir dag- legu brauði. Þetta mun yður allt vera kunn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.