Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 12
90 ÚLFAR Á STÖÐINNI N. Kv. óreyndu, hve mikil ömurleika-tilfinning get- ur gripið mann, sem í fyrsta skipti kemur á ókunnar slóðir undir þannig löguðum kring- umstæðum. En Arngrími til afsökunar skal þess þegar getið, að hann fékk ekki bréf mitt fyrri en nokkrum dögum eftir að ég kom. Eg reyndi samt að hressa mig upp, enda varð ég í öðru feginn að fá mér dálítinn göngutúr til að rétta ögn úr mér. Ég kom farangri mínum í geymslu á afgreiðslunni, og labbaði síðan af stað til að leita uppi bú- stað Arngríms. Fann ég húsið eftir nokkra leit, en þar frétti ég að Arngrímur væri ný- lega fluttur yfir í hinn enda bæjarins. Lagði ég þá aftur af stað eftir þeirri leiðsögn sem ég fékk þar, og þegar ég hugði mig kominn í nánd við heimiii Arngríms, mætti ég öldr- uðum manni. Hann var rúmlega meðalmað- ur á allan vöxt, fremur luralega til fara og eitthvað einstæðingslegur í framgöngu. Eg nam staðar og bauð gott kvöld. Hann svaraði í sama tón og staðnæmdist líka. Mál- rómurinn var dimmur, og það var því lík- ast sem hann ýtti orðunum út úr sér. — Þér munuð ekki geta sagt mér, hvar Arngrímur kennari á heima? — Ha — Arngrímur. — Heitir hann Arngrímur? — Síðan tekur hann sig á. — Ja, hér eru raunar margir kennarar. — Nei, — ég get víst, því miður, ekki frætt yður á því. Mér þótti svarið einhvern veginn tyrfið og viðundurslegt, og ég bjóst til að halda á- fram. En þá er eins og karlinn rámki eitt- hvað við sér, og hann bendir á hús þar í grenndinni. — Það hýr víst einhver kennari í þessu húsi, — segir liann, — er nýlega fluttur þangað. — Eg veit ekki hvað hann heitir, en liann er lieima, því að ég sá hann ganga inn í húsið rétt í þessu. Ég þakkaði upplýsingarnar. — Eruð þér líka ókunnugur hér? spurði ég um leið og við skildum. Hann leit um öxl. — O-jæja. — Eg skipti mér lítið af fólki. — Og svo fórum við, hvor sína leið. Nema þetta reyndist að vera hús Arn- gríms, eða nánar tiltekið leigði hann þar stofu. 'Hann tók mér af mikilli alúð, og fékkst mikið um mistökin, að hafa ekki mætt mér á bílastöðinni, þótt hann hefði þar gilda afsökun sem að framan greinir. Ég sagði honum ferðasögu mína, og lauk henni á samfundi mínum við gamla manninn. — Þetta hefur verið „Ulfar gamli á stöðinni“ mælti Arngrímur, og hló við. — Hann er dálítið undarlegur, karlinn. Síðan sagði hann mér lítilsháttar meira um Úlfar þennan, og afganginn fékk ég svo að vita smám saman. Ulfar hafði komið þarna í kauptúnið fyr- ir fjórum árum, vestan af Hornströndum, og fékk hann þegar vinnu, sem vökumaður á rafstöðinni. Hafði hann verið leikbróðir og æskuvinur föður rafveitustjórans, og þó að þeir þekktust ekkert persónulega, mun þessi æskuvinátta eldri mannanna hafa átt sinn þátt í því, hvað Úlfari gekk greiðlega að fá atvinnuna. Annars kom það brátt í ljós, að hann var verkhygginn með ágætum, og að sama skapi glöggur og áreiðanlegur. Féklc hann herhergiskytru í stöðvarhúsinu og hafðist þar' við nætur og daga, var lítið á ferli og kynntist engum. Þótti hann æði hjárænulegur, og varð brátt hyrningar- steinn spotts og tilbekkni krakkaskríls og spjátrunga þar á staðnum. Það kom þó fljót- lega í ljós, að „sá gamli“ gat verið mein- yrtur svo að af bar, leið því ekki á löngu þar til þeir, sem mest liöfðu hann að skot- spæni, þóttust fá sína vöru selda með svodd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.