Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 24
102 N. Kv. Björn R. Árnason: Bjargráð bóndoos í dnlnum Pétur Pétiirsson bjó í Holárkoti í Skíða- dal frá 1813—1838. Eftirmaður lians í Hol- árkoti var sonur hans Jón Pétursson, frá 1838—1866. Þeir Holárkotsfeðgar, Pétur og Jón, munu hafa verið greindarmenn, og vitnisburðir ganga þeim í vil. Allt sem ég hefi lieyrt um Pétur gamla her þess skýlaus- an vott, að maðurinn hafi verið mjög guð- rækinn og siðavandur, nægjusamur og lífs- hollur, að svo miklu leyti er þekking hans og geta náði. Hnittinn gat hann verið í til- svörum og lét ekki, þó lítillátur væri, mis- hjóða virðingu sinni, og sízt af öllu þá er töldu sig standa ofar að stöðu eða mann- virðingum. Það var einhverju sinni að Pétur gekk ofan á Vallakjálka. Dætur prestsins á Völl- um og fleira ungt fólk á staðnum, varð þess vart að Pétur hafði um garð gengið. Hugs- uðu þær sér nú til hreyfings að hafa tal af Pétri, þegar hann færi heimleiðis. Eftir nokkurn tíma sáu þær Pétur koma gang- andi utan að Vallahænum. Þeim þótti bera vel í veiði og hugðust nú taka karl glóðvolg- an. Stóðu úti á ldaði tilbúnar að taka á móti honum þegar hann gengi í hlaðið. Pétur heilsar á sinn venjulega þægilega og hæg- láta hátt, þær taka vel kveðju hans og hjóða honum til stofu. Pétur þekkist það. Stúlk- urnar léku á als oddi og spurðu Pétur tíð- inda. Hann kvaðst lítið eða svo sem ekkert í fréttum segja, sem til tíðinda mætti telj- ast. Kvaðst þó hafa heyrt, að kú hefði verið lialdið undir naut á hæ er hann tilgreindi, þama í nágrenni Valla. Læða hefði verið hreima á öðrum bæ og högni komizt til henn- ar, og mætti því húast við fjölgun á bænum þeim innan skannns. Heimasæturnar kváðu þetta ekki tíðindi vera, og sögðu að eitt- hvað fleira og betra gæti hann sagt, og vildu kalla þetta flim eða háð. Þá sagði Pétur, og er það raunar ennþá uppi í Svarfaðardal: „Þegar spélega er spurt, verður spélega svarað.“ Góðgerðir þáði Pétur af þeim meyjunum. En þær munu ekki hafa spurt hann margs fleira í það skiptið. Pétur hjó við fátækt mikla í Holárkoti og átti mörg börn. Hann tók einna fyrstur manna í Svarfaðardal upp það hyggilega húmannsráð, að nýta lirossakjöt til mann- eidis, sjálfum sér og fjölskyldu sinni til hjargar, og hafði af því búhót mikla. Þá var enn, jafnvel meðal sveltandi alþýðunn- ar, viðhjóður mikill á hrossakjöti. Má af skjalgögnum sjá, að sú fráleita heimska var runnin undan rótum kirkjunnar og samofin guðstrúnni sjálfri og hafði um þetta hið sama haldizt um aldir aftur. Þó var sú íviln- un eða tilslökun veitt, að hjargþrotamenn mættu neyta hrossakjöts heldur en deyja hungurdauða. Annars voru viðurlögin skriftir við skör kirkjuvaldsins, sektir og önnur víti handvís, ef upp komst hrossa- kjötsát að nauðsynjalausu. Almenningsálit- ið lagðist á sveif með áðurtöldu og vakti ugg og geig í hugum manna, sem varð þess valdandi að margir dóu fyrr af harðrétti og næringarskorti, en það ráð væri tekið að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.