Tímarit þjóðfélagsins - 01.01.1916, Page 8
8
' hún ætla að hníga niður. »Er það þá svona,« fanst
henni hún segja. Hún sá hvergi neitt af mönnun-
um, sem hún vildi að þjóðin áliti hina sönnu Sjálf-
stæðismenn. Hvar voru þeir?
Hún gekk suður að tjörn í þungu skapi.
F*egar hún kom að Bárunni heyrði hún hljóð-
færaslátt. Hún gekk inn. Par dansaði hópur fríðra
kvenna og Ólafur leið í faðmi undurfagurrar lipur-
tár um salinn. Hún sá að hann mundi stjórna
»ballinu«.
»SjáIfstæðismenn eru komnir með Sig. Eggerz
uppí alþingishús, og hann er sjálfsagt búinn að
vinna.«
»HeIdurðu það virkilega?“
»Já, áreidanlega, þeir hrópuðu húrra fyrir honum.«
»Jæja, sama samt. Ég skrifa á móti honum á
morgun svo mögnuð brigzlyrði, að fólkið megi til
að halda að ég segi satt.«
Svo hélt hann áfram að dansa.
Hún hristi höfuðið og fór út.
t*á fanst henni alt í einu að hún vera komin inn
í skrifstofu Sveins. Hún þóttist sjá hann vera að
telja skjöl.
»Hvaða skjöl eru þetta?« spurði. hún.
»t*að eru hlutabréf.«
Hún hafði grun um, að hann mundi vera eig-
andi í allmörgum hlutafélögum, og stjórnandi í
sumum.
»Hvaða hrúga af seðlum er þarna á borðinu hjá
þér?«
»Pað er það sem ég vann mér inn á ferðinni til
Englands.*